Thursday, July 14, 2011

Sumarfrí

Eftir að hafa eytt vikunni með sonum mínum (3ja ára og 9 ára) er ég farin að hlakka til að hitta annað fullorðið fólk.

Sem lætur ekki eins og börn.

Það er komin dagur nr. fjögur og ég er aðeins farin að hvæsa. Best að skella sér út í hjólreiðatúr eða einhvern andskotann.

Svo má alveg einhver bjóða mér í bíó eða eitthvert út af heimilinu,

HINT, HINT.

5 comments:

Tinnsi said...

Væri alveg til í bíó. Mannstu þegar við fórum alltaf í þriðjudagsbíó saman? Það var gaman.

Svava said...

já, það var gaman:) er akkúrat að fara í kvöld reyndar. En það er ekkert tveir fyrir einn dæmi heldur bara normal bíó sem er hvað, 1000 kall eða eitthvað! Er að fara á Bridesmaids með Önnu vinkonu,

hlakka að hitta þig næst Tinna mín

Tinnsi said...

Kúl! Ég hef heyrt góða hluti um þessa mynd. Var hún skemmtileg?

Svava said...

Tinna, hún var æðisleg! Mjög svo í anda "Hangover" þar sem þeir fara og steggja hann en núna eru það gæsirnar sem fara að tjútta. Ég grét af hlátri og svo grét ég líka. Sem alger stelpumynd! Æði:)

Svava said...

"Sem sagt" átti þetta að vera!