Monday, August 1, 2011

Ég man þig

Feiki góð bók. Dulræn stigmagnandi spenna sem kitlaði taugarnar á síðustu blaðsíðunum. Þá kom margt í ljós og skýrðist. Mikið var ég hissa á framhjáhaldinu samt ...

En hvar er Garðar? Og hvað verður um Katrínu?!

Það hlýtur að koma framhald!

Er ánægð með Yrsu. Hún kom mér skemmtilega á óvart í seinni hluta bókarinnar sem skýrði það sem mér fannst barnalega skrifað í fyrri hlutanum. Eitthvað sem var svo ótrúlegt að myndi gerast..

Skrýtið hvernig maður heimfærir e-a persónu úr eigin lífi yfir á persónurnar í bókunum sem maður er að lesa. Ég meina ekki geta persónurnar verið andlitslausar í hugarfylgsnum manns...

No comments: