Ég kláraði loksins þessa ævisögu eftir Sigmund Erni Rúnarsson síðustu helgi. Það væri bæði gott og slæmt því að þótt að ég nyti þess að lesa bókina þá var hún líka þung og þykk.
Á bókasafninu þar sem ég leigði hana lenti ég í vandræðum og þurfti að framlengja henni um mánuð því ég var svo lengi að lesa hana en það reyndist ekki nóg og endaði þetta með því að ég var ekki búin að klára hana á tilsettum tíma og þurfti að borga 600 kr í sekt þegar ég loksins náði að klára hana! Sigmundur! Guðni!
Mér fannst ágætt hvað Sigmundur fór í djúpt í bakgrunninn og það var sérstaklega ljúfsárt að lesa um fátæktina sem Ágúst, faðir Guðna, ólst upp við. Baðstofulífið á Brúnastöðum í risastórum systkinahóp var líka mjög athyglisverð lesning en helst til fór Sigmundur allt of djúpt í smáatriði sem kom sögunni lítið við og er þá helst að nefna fólk sem kom rétt inn í líf Guðna en var nafngreint allt með fullu nafni og hvaðan þau komu. Þetta gat verið rosalega þreytandi sem og ítarlegar lýsingar á alls konar stöðum á Suðurlandi þaðan sem Guðni er kemur. Að mínu mati hefði endilega mátt skera allt það í burtu. Bókin reyndist (allavegana þessum lesanda) of þung og ítarleg.
Finn mjög mikinn mun á þessari bók og bókinni sem ég er að lesa núna (ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur) en ég flýg í gegnum þá bók sem er afskaplega gott og þægilegt! Hún heldur mér alveg við efnið og ég les hana líka eftir vinnu. Ævisaga Guðna var þannig að hún var of þung til að lesa líka eftir vinnu, tók frekar langar lestrarlotur um helgar.
Sem sagt, mjög áhugaverð ævisaga en allt of þung!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment