Mér verður oft hugsað til eins atriðis í þáttunum Seinfeld. Þá hringir símasölumaður heim til hans og truflar ógurlega. Á snilldarlegan hátt losar Seinfeld sig við hann úr símanum með að segjast ætla að hringja tilbaka í sölumanninn heima. Eitthvað fát kemur á sölumanninn sem neitar þessu og þá segir Seinfeld. "Nú, viltu ekki vera truflaður heima?!" og skellir á.
Eitt þessara skipta var í kvöld þegar mér alls ókunnug kona hringir í mig og truflar mig ógeðslega mikið með einhverju helvítis könnunarkjaftæði. Ég blóta því hún hringir á versta mögulega tíma þegar ég og sonur minn erum að læra saman og erum akkúrat að byrja á ritgerð. Ég sagði þessari blessuðu konu að hún væri að trufla mig en hún var ekkert að afsaka sig og blaðraði bara áfram, blablabla..
Helvítis. Hvers á maður að gjalda?
Ég fékk nefnilega óumbeðið póst inn um lúguna þar sem mér var tjáð að ég hefði lent í úrtaki hjá Félagsvísindastofnun þar sem verið væri að kanna afdrif háskólamenntaðs fólks, hvað það væri að aðhafast núna og í hvernig vinnu það er núna og hvort það tengist náminu. Og það gefur þessari konu rétt til að trufla mig. Og hvort hún megi hringja á morgun. Ég er upptekin á morgun kona, láttu mig vera! Það sagði ég reyndar ekki en vistaði helvítis númerið sem "Ekki svara!"
Það sem mér sárnar mest við þetta bögg allt saman er að það er gulrót. Það eru einhverjir sem lentu í þessu blessaða úrtaki sem geta unnið pening, 10.000 kr minnir mig og mig minnir líka að einn geti unnið 100.000 kr. (nenni ekki að standa upp til að tékka á því.) Eða er kannski verið að fokka í manni og það er enginn peningur?!
Djöfulsins truflun. Af hverju fær maður ekki að vera í friði? Ef maður játar þessu þá kemur einhver helvítis aðili heim til manns að taka djúpviðtal við mann. Glætan að ég nenni því!
Æ, mikið er gott að blóta aðeins:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment