Friday, October 19, 2012

Sykur

er smeyk við alla þessa auknu sykurneyslu.

Ef maður spáir í súrmjólkinni sem er bragðbætt og ab-mjólkinni þá kemst maður fljótt að því að sykur er innihaldsefni nr. 2. Í einu kókglasi eru um 8 sykurmolar.

Ég tengi þetta við aukna tíðni krabbameins. Fyrir um 50 árum síðan greindust ekki svona margir með þetta mein. En núna, þá greinast mun fleiri.

Það er samt erfitt að forðast sykurinn því honum hefur verið bætt við í hin ýmsu matvæli án þess að maður taki svo mikið eftir því. Maður heldur að maður sé að borða hollt þegar maður fær sér súrmjólk með karamellubragði eða ab-mjólk með perubragði EN þarna er sykurinn.

Ef maður spáir svo í því hvað börn borða mest af þá eru þau einmitt sólgin í t.d. bragðbættan morgunmat, svala, pönnukökur með sykri út á og fleira í þá veruna.

Vona að þessi kenning með sykurinn og krabbamein byggi ekki á mjög traustum stoðum en ef svo er þá verður maður að fara grípa í taumana á matarvenjum á heimilinu!




2 comments:

Tinnsi said...

hrein súrmjólk með rúsínum og kornfleksi. Það er það besta!

Svava said...

Já, ætla að fara kaupa hreinu vörurnar í stað þessara sykurbættu, alveg klárlega.