Ég var svo heppin að hitta Tinnu í síðustu viku. Við vorum að rölta í miðbænum og ég fór með henni í Heilsuhúsið. Mér til mikillar lukku varð úr að ég keypti járn í fljótandi formi eins og Tinna var að kaupa.
Og hamingjan eina, hvað ég sé ekki eftir því. Þetta var bara akkúrat það sem ég þurfti!
Náði að svífa um á bleiku skýi í einn dag áður en ósköpin dundu yfir. Hið mánaðarlega er byrjað aftur:/ Rósa frænka í heimsókn! Þvílíkt helvíti sem er lagt á okkur konur. Það er ekki nóg með að allt sé út um allt þá leggst þetta einhvern veginn á allan líkamann líka. Tala nú ekki um geðheilsuna..
Ef bara ég gæti gert samning við Guð, þar sem ég ætla núna alls, alls ekki að eignast fleiri börn að hann myndi þá leyfa mér að losna við þennan óbjóð í staðinn. Ha?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment