Verð að gefa sjálfri mér hrós fyrir eigin þrautseigju; ef ég byrja á einhverju - þá klára ég það.
Núna á þetta við um bók sem ég er að lesa. Ég les bara eina bók í einu og byrja á þeirri næstu eftir það. Núna er ég að lesa herfilega leiðinlega bók (að mínu mati) en þræla mér í gegnum hana bara til að klára hana. Úff..
En það bíður mín spennandi bók þegar ég er búin með þessa. Það er eitt til að hlakka til:)
P.s. geri ekki bókagagnrýnisblogg um þessa bók sem ég er að lesa núna af því að ég er góð manneskja og vil ekki rakka bókina né höfundinn niður. Ekki minn stíll. En höfundurinn er íslensk kona og bókin kom út fyrir síðustu jól. Say no more..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment