Stundum, æ oftar upp á síðkastið, líður mér eins og kellingu á sjötugsaldri.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti kellingum á sjötugsaldri. Þær eru langflestar yndislegar og æðislegar, allavegana þær sem ég hef kynnst, og búa yfir heillri ævi af visku og kærleik.
Ég hef sem sagt ekkert á móti þeim, málið er bara að ég er 35 ára en ekki á sjötugsaldri.
Það er ekki nóg með að ég sé hætt að reykja, hætt að drekka, hætt að djamma heldur hef ég núna ákveðið að hætta að drekka kaffi. Allavegana, að prufa að hætta í smá tíma.
Come on! Með þessu áframhaldi verður ekkert fútt í mér. Alveg heilög. Drekk ekki einu sinni kaffi lengur.
Ég var reyndar að kaupa koffínlaust kaffi eins spennandi og það hljómar.
Málið er að ég er farin að finna svo sterkt fyrir áhrifunum af kaffi. Finn hvernig hjartslátturinn verður hraðari og svo var ég að lesa á internetinu að kaffi hefur bein áhrif á miðtaugarkerfið og mér finnst ég líka finna fyrir því að mér er hættara að finna fyrir kvíða ef ég drekk mikið kaffi.
So boring old me, komin á koffínlaust kaffi. Og partýið heldur áfram....
Svanur hitti naglann á höfuðið um daginn þegar hann sagði við einhvern vin sinn að ég væri hálf sjötug... ó mæ...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ekkert að því að drekka te.
Post a Comment