Saturday, February 22, 2014

Ignorant to a fault

Skammast mín fyrir skammsýni mína og fordóma.

Ég er bara með fullt af fordómum, því miður. Þetta birtist í því að ég er bangin við karlmenn frá miðausturlöndum og vil helst ekki vera nálægt þeim. Mér finnst þeim ekki verið treystandi. Eins ætla ég aldrei til Indlands því ég er hrædd um að vera nauðgað.

Lenti í þeim aðstæðum að þurfa að vera ein á afviknum stað með manni frá Pakistan vegna vinnu minnar og leið bara hreint alls ekki vel áður en ég lagði af stað. Ég var eiginlega handviss um að hann myndi reyna að nauðga mér. Ég áætlaði að taka með mér kveikjara svo ég hefði nú eitthvað til að verja mig með.

Þvílíkur klikkhaus get ég verið!

Auðvitað var þessi maður hinn kurteisasti og var mjög vandvirkur og vinnusamur. Að mér skuli hafa dottið þessi vitleysa í hug:/

Maður á auðvitað ekki að alhæfa.

No comments: