hmmmm...
ég er svo hissa á þessari uppgötvun minni um sjálfa mig og kaffi. Eftir að ég fór að finna fyrir kvíða þá hefur kaffi slæm áhrif.
Ef ég sleppi kaffi (sem ég get reyndar ekki,fæ mér koffínlaust í staðinn) þá líður mér vel. Eða frekar sagt mjög vel, dásamlega.
Núna er laugardagur og ekkert sérstakt á dagskrá svo ég leyfði mér einn alvöru kaffibolla í morgun. Ég finn áhrifin mjög sterkt. Hjartslátturinn eykst, stress eykst og ég verð óróleg.
Ég las mér til um kaffi á netinu og þar kom fram að það (koffínið) hafi bein áhrif á miðtaugarkerfið. Þetta á allt í einu mjög vel við um mig.
Skrýtið!
Sem betur fer er koffínlaust kaffi sjálfsagt mál á kaffihúsum og auðvelt að kaupa sér koffínlaust kaffi þar.
Sem betur fer:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment