Sunday, February 9, 2014

Mannasiðir Gillz

Ja hérna hér.

Óli spurði áðan hvort hann mætti fara í bíó. Jú jú, hann mátti það. Það kom síðan í ljós að barnið er að fara að sjá Lífsleikni Gillz, sem nýbúið er að frumsýna, ásamt vini sínum. Mömmuhjartað er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að drengurinn fari að læra um mannasiði hjá Gillz en myndin er bara bönnuð inn á 12 ára og barnið er jú orðið 12 ára.

Verð reyndar að segja að mig langar til að fara með til að svala forvitni minni um myndina. Það er smá von í brjósti húsmóðurinnar að umræddur Gillz sé ekki eins dónalegur og hún heldur að hann sé. En hún veit að sú von er borin.


No comments: