Sunday, February 9, 2014

zumba

er orðin forfallin fíkill í zumbatímana núna.

Tíminn sem við Emilía fórum í í gær var stórskemmtilegur og ég skemmti mér konunglega. Það rann hins vegar upp fyrir mér að hinar mömmurnar (held að mömmur séu um 97% þátttakenda) voru allar í líflegum sumarlitum og líka stjórnendurnir enda er fílósófían á bakvið zumba lífsgleði og meiri gleði. Það gefur því augaleið að maður á ekki að mæta í öllu svörtu eins og örvæntingarfulla húsmóðirin okkar gerði í gær.

Skamm skamm Svava. "En ég á bara svört æfingaföt."

hmmmm... það stendur til bóta.


No comments: