Thursday, April 10, 2014

Mataráskorun

Ég dey. Eða ekki.

Það er komin rosa góð stemmning á vinnustaðnum fyrir að taka þátt í mataráskorun. Byrja eftir páskafríið. Þetta er svona 30 daga dæmi þar sem maður má ekki borða sykur, ekki brauð, ekki mjólkurvörur og ekki .... hrísgrjón.

Kill me. Kill me now!

Eða það var allavegana það sem ég hugsaði fyrst. Svo þegar fólk fór að tala um hvað það væri orkumeira, liði betur og væri búið að grennast mikið (eða þessir tveir í hópnum sem hafa gert þetta) þá komst ég aðeins í stuð fyrir þetta. Svo myndaðist svona hópgleði og spenningur af því að allur hópurinn ætlar að gera þetta saman. Við vorum sko að slútta svona orkustjórnunarnámskeiði sem við erum búin að vera á síðustu fjóra fimmtudaga og stjórnandinn stakk upp á þessari áskorun verandi allur flottur og slank sjálfur eftir að hafa tekið nokkrar svona ákoranir.

Ég bara vona að ég bíti ekki höfuðið af fólkinu þegar ég verð svöng og sykurþurfi.

Þessi áskorun leyfir nefnilega bara þrjár máltíðir á dag!

OMG. Svo ekki til í þetta allt í einu.

No comments: