Thursday, April 24, 2014

You are what you eat

Game is on.

Keppnisskapið hefur verið vakið í skepnunni hið innra. Áskorun er áskorun. Mataráskorunin hin mikla í vinnunni hefst á mánudagsmorgun kl. 09 upp í vinnu. Ég hef svona aðeins verið að lesa mér til um Paleo mataræðið og verið að undirbúa mig. Tók fyrst glúteinið út, svo mjólkurvörur og í dag er fyrsti sykurlausi dagurinn.

Það er erfiðast finnst mér með sykurinn því hann er út um allt og í öllu. Sem er auðvitað mjög slæmt miðað við þær kenningar sem segja hann orsaka beint og óbeint krabbamein. Ætlaði að fá mér glúteinlausa hrökkbrauðið í morgun sem ég hef verið að kaupa fyrir Óla en já, nei nei. Það er sykur í því líka.

Ég á því eiginlega í fullu fangi með þetta, svoleiðis. Er komin með massa innkaupalista sem samanstendur að mestu leiti af grænmeti... svo þarf maður að redda sem hreinustu kjöti og fisk...

Game on!

Þessi húsmóðir setur markið á að missa 4 kíló.

No comments: