Núna ætla ég að prufa að taka mjólkurvörur út úr mataræðinu mínu. Byrjaði í dag.
Það er dáldið skrýtið að geta ekki fengið sér mjólk út í kaffið en ég áttaði mig á að ég hef verið að fá mér voða mikið af mjólkurvörum! Ástæðan fyrir því að ég er að taka mjólkurvörur út tímabundið er að ég er athuga hvort að það hafi jákvæð áhrif á meltinguna sem er ekki búin að vera upp á sitt besta undanfarið.
Svo er ég líka að undirbúa mig fyrir þessa 30 daga mataráskorun sem ég er orðin dáldið spennt fyrir.
Verður nú alveg gott að losna við kviðfituna og nokkur kíló whoop whoop:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment