Reif mig sem sagt upp kl. 06:30 til að vera mætt kl. 07:20 til barnsföðurs míns. Við fórum sem sagt foreldrar drengsins og stóðum okkar vakt. Þetta var nú bara gaman. Reyndar tognaði Óli í fyrri leiknum, þegar u.þ.b. helmingurinn var eftir. Hann keppti þess vegna ekki í seinni leiknum. En þetta var stemmari engu að síður og ég kynntist hinum foreldrunum aðeins betur.
Hér er Óli með liðinu sínu:
Við skemmtum okkur konunglega. Þegar við vorum búin að standa dálitla stund í vitlausu afmæli áttuðum við okkur á því að það voru í raun þrjú afmæli í gangi þarna og hvert var með sinn svona bekk. Það var dáldið fyndið.
Við vorum sem sagt búin að vera að spjalla við foreldra hans Rúbars en stóðum við rangt afmælisborð og vorum búin að fá okkur kaffi og með því þar. Löbbuðum síðan skömmustuleg í okkar afmælisboð þegar við vorum spurð hvurra manna við værum. Pha!
Hér er mynd af krökkunum úr afmælinu. Það er reyndar voða erfitt að ná góðri mynd af krökkunum þessa dagana. Þau eru alltaf á hreyfingu!
No comments:
Post a Comment