Þessi dagur var góður dagur.
Í fyrsta skiptið í lengri tíma gisti Guðrún Halla hjá mömmu og pabba og ég var frjáls eins og vindurinn. Svanur fór norður með Stefán Mána og Óli var líka hjá mömmu.
Húsmóðirin var þreytt, hafði sofið illa en eftir að hafa innbyrgt smá appelsín seinnipartinn hresstist ég öll við. Tók geggjara heima loksins þegar íbúðin var tóm.
Fór í Krónuna eftir að hafa losnað við börnin. Þetta var nýja Krónubúðin í Hamraborg sem ég elska og ákvað ég því miður að fara akkúrat þennan dag þangað. Það var fullt út úr dyrum og löng biðröð á kassann.
Allavegana, þegar ég loksins kom heim tók ég sem sagt geggjara sem fólst í því að gera heimilisstörfin á mettíma án þess að stoppa. Ryksugaði, skúraði (illa reyndar) og tók til og gekk frá þvottinum. Fór svo í bíó með elsku Ásdísi á Pitch Perfect 2.
Við Ásdís náum vel saman og hlógum eins og vitleysingar á myndinni. Vorum nánast einar í salnum vegna þess að Eurovision var þetta kvöld. Töluðum svo meira saman eftir myndina og hlógum meira.
Hlátur er stundum besta meðalið. Þarf að hitta Ásdísi oftar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment