Thursday, May 28, 2015

28/5 2015

Ég á ekki til aukatekið orð.

Var að gera og græja afmælið hans Stefáns Mána í dag sem átti fyrst að vera bara fyrir strákana í bekknum og verður núna á laugardaginn í Smáratívolí. Það eru bara svo fáir strákar í bekknum hans að við sjáum að kannski í mesta lagi 5 þeirra mæti og það er 11 barna lágmark.

Svanur stakk upp á að bjóða stelpunum líka svo ég gerði það í dag. Í gær sendi ég foreldrum strákana tölvupóst í gegnum Mentor; boð í afmælið og svo í dag valdi ég foreldra stelpnanna og sendi þeim.

Svo fór ég að ná í Stefán í skólann og segi honum frá þessu.

Nei, nei. Barnið tekur trylling. Fer úr úlpunni og flengir henni í jörðina, öskrar og slær mig. Brjálaður.

Hann vill ekki fá stelpurnar.

#omgomgomg 

3 comments:

Tinnsi said...

Til hamingju með drenginn! 7 ára, það er ekkert smá.

Ég er að brainstorma með skynditaktík... úff, ég er bara komin á 3. level. Veit ekkert um 7. Hvað með að fá Óla með þér í lið til að tala hann til. Lítur hann ekki svaka mikið upp til hans?

Svava said...

Hæ elskan:)

takk:) Heyrðu, það fór þannig að Svanur bað kennarann hans að tala við bekkinn og úr varð einhver samræða með kennaranum og öllum börnunum þar sem þau öll voru sammála um það að þau vildu vera saman í afmælunum. Eftir að hann kom heim úr skólanum hefur hann ekki minnst á þetta en mind you þá var hann hérna öskrandi í morgun af því hann vildi alls, alls ekki fá stelpurnar í afmælið. Phew!

Takk kennari! (Þetta var reyndar ekki Kolbrún kennarinn hans heldur kennarinn sem kennir vanalega hinum bekknum. Þær skiptast víst á..)

Tinnsi said...

Glæsilegt! It takes a village.