Sunday, July 12, 2015

12/7 2015

Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason.

Úff.. Err.. vá..

Þessi bók er með endæmum sérstök. Byggð að hluta til á sannsögulegum atburðum aðalpersónunnar (Herbjörg María Björnsson) en er líka að hluta til login, þ.e.a.s. skáldskapur.

Höfundurinn er auðvitað á hállri braut með að semja/skrifa þetta verk og rámar mig eitthvað í deilum eftir að bókin kom út þar sem ættingi umræddrar aðalpersónu sem bókin er byggð á var alls ekki sátt. Skil ég það reyndar mæta vel þar sem það koma rosalegir hlutir fyrir konuna í bókinni og finnst manni hálf skrýtið að vita ekki hvað er satt og logið.

Allavegana, hló og grét yfir þessari bók sem þýðir auðvitað að hún er góð. Ég rann í gegnum flestar blaðsíðurnar sæl í sinni en stundum fannst mér bókin verða helst til of flókin og of mikið verið að láta rigna flóknum orðum í sömu setningarnar svo maður átti ekki svo auðvelt með lesturinn á köflum.

Athyglisverð bók, vægt til orða tekið.


No comments: