Wednesday, July 29, 2015

29/7 2015

Að vera maður eða mús. Það er spurningin.

Fór til læknis í dag vegna ástandsins á mér. Er máttlítil og orkulítil vegna þessa blóðþurftar/járnleysis. Sólrún vinkona sagði mér að það væri til eitthvað sem heitir járnsprauta sem gæti flýtt fyrir batanum og þess vegna fór ég til læknis í dag. Ómótt og leið illa bara við tilhugsunina um væntanlega blóðprufu....

Sá strax á lækninum, sem var þýsk voða spes kona, að henni leist ekkert á þessa járnsprautu. Það væru aukaverkanir af þessari sprautu og bara vesen. Það væri miklu betra að taka járntöflur og svona. Hún vildi samt endilega fá mig í blóðprufu í fyrramálið til að tékka statusinn á járninu. Voða spennt fyrir að vita niðurstöðuna.

Ég er að spá í að vera mús.

Er nokkuð viss um að niðurstaðan myndi ekki vera að fá járnsprautu.

Mýs eru nú ferlega sætar og fínar.

Ég er ekki maður. Ég er mús.

No comments: