Jæja,
mission dagsins er yfirstaðið og er það vel. Það var sem sagt að fara og sækja um vegabréf fyrir strákana.
Þetta er svona dáldið mikið vesen. Fyrst var að finna eyðublöðin og fylla þau út en ef maður er ekki giftur (held ég) þá þarf maður að mæta með samþykki hins forsjársaðilans og svo undirskrift tveggja votta. Svo þarf maður að mæta með börnin sem þurfa að fara í myndatöku á staðnum og bíða alveg heillengi eftir því vegna þess að þarna er alltaf fullt út úr dyrum (hjá sýslumanninum í Kópavogi sem sagt.)
Úff. Svo glöð að þetta er búið.
Fattaði í gærkvöldi að maður þarf tvo votta að réttri dagsetningu á þetta eyðublað svo að ég fór bara upp í vinnu til að redda því. Einstaklega viðeigandi að mæta upp í vinnu á fyrsta frídeginum sínum:)
Allavegana, núna er bara Emilía eftir í þetta vegabréfadæmi og mikið ofboðslega vona ég að það verði ekki vesen. Hennar vegna.
Þarf reyndar að tékka líka á vegabréfinu hans Svans, hvort að það sé nokkuð að fara renna út..
Útréttingar á mánudegi. Nema hvað.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment