Stundum verður kona að standa á sínu og láta ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.
Þetta er þannig dagur.
Eftir góða samveru í gærkvöldi sletti Svanur því framan í mig að mamma hans væri í bænum. Það er ekki einu minnst á pabbann. Hann bara er þarna og tekur við skipunum.
Eins og alltaf finnst mér það ekkert gaman og fer öll í vörn og vil alls ekki hitta hana. Mér finnst hún dónaleg og eftir að hún gerði mig svo reiða þegar ég var ófrísk af Guðrúnu Höllu að kúlan harðnaði þá hef ég ekkert viljað hafa með hana að gera.
Í það skipti hafði hún sterka skoðun á nafni barnsins (hún hafði reyndar líka sterka skoðun á nafni Stefáns Mána) og vildi að hún héti Guðrún í höfuðið á sér. Þetta þykir mér dónaskapur og er á móti öllu því sem ég stend fyrir, trúi á og var alin upp við að væru góðir mannasiðir.
Þar fyrir utan þá er hún þannig kona að hún skipar manni fyrir að standa eða sitja eða fara eða koma eða taka myndir eða bara ég veit ekki hvað og skiptir þá engu hvort það er á mínu eigin heimili eða ekki. Hún er bara svona.
Allavegana. Læt ekki bjóða mér þessa vitleysu stundinni lengur og verð ekki heima þegar þau koma í mat í kvöld. Er að fara út að borða og í bíó með Ásdísi minni:) Jei!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment