Tuesday, September 1, 2015

1/9 2015

"Doing what you love is the cornerstone of having abundance in your life."

Þetta er quote sem talaði til mín. Ég sá það á facebook en það var sett þarna af því að höfundurinn af því (ekki það að einhverjum hafi ekki dottið þetta í hug fyrr) lést núna í ágúst. Hann heitir Wayne Dyer.

Þegar ég hugsa um hvað ég elska að gera dettur mér bara í hug yoga, göngutúrar, fjallgöngur, öll hreyfing, það að vera berfætt út í skógi þegar það er hlýtt, labba berfætt á grasinu.... Það er engin atvinna sem ég get hugsað mér að vinna við sem ég ELSKA að gera.

Kannski að vinna á einhverju yogasetri eða eitthvað en hey, ég er með 6 manna fjölskyldu svo það er ekki að fara að gerast í bráðina... Svo ég get nú bara ekki annað en verið þakklát að vera í vinnu með skemmtilegum vinnufélögum sem gefur mér frelsi til að einmitt komast í yoga, göngutúra og hreyfingu og sund þegar mér hentar.

Ætti í rauninni að vera þakklát.

No comments: