Sunday, September 27, 2015

26/9 2015

Þetta var leiðinlegur dagur.

Oftast fíla ég að vera heima svona annan hvorn daginn um helgi og bara dúlla mér og taka til, sérstaklega ef ég hef farið í zumba um morguninn. En þennan dag missti ég af zumba-nu og fór einhvern veginn inn í skelina mína og var bara ferlega einmana heima... Maðurinn er jú félagsvera.

Þetta var dáldið asnalegur dagur. Það var rosalega leiðinlegt veður. Mikið rok og mikil rigning svo að þegar ég fór út að viðra mig fór maskarinn út um allt og þá meina ég; út um allt!

Notaði það sem afsökun fyrir að hanga heima á meðan restin af fjölskyldunni fór í 60 ára afmælishátíð Hlíðaskóla. Ég nennti ekki þar sem þetta var inni og vísast til fullt, fullt af fólki... Ég er skrýtin með þetta. Ég fíla ekki Kringluna og Smáralind og Ikea og svona. Leiðist svona staðir alveg rosalega mikið. Finnst þeir vera orkusugur kapitalismans einhvern veginn... Æ, ég er nú meiri hippinn.. Hefði nú alveg gott af því að fara kíkja í fatabúðir og fríska aðeins upp á úrvalið í fataskápnum sko.... 

No comments: