Mér finnst svo undarlegt hvernig sumir "go through people."
Maður átti kannski rosalega góða vinkonu þegar maður var t.d. 15 ára og svo bara búið og bless. Ekki svo góðar vinkonur lengur og hún sýnir ekkert áhuga á að hittast og rifja upp góða tíma eða neitt...
Mér finnst þetta eitthvað svo skrýtið. Núna er ég búin að missa tvo nána samstarfsfélaga bara í síðasta mánuði og mér finnst eitthvað svo óeðlilegt að það sé bara búið og bless. Þetta eru karlmenn og þeir eru bara þannig. Ekki eru þeir að fara að hringja og við förum á kaffihús saman eða eitthvað. Það væri líka óeðlilegt.
Það er bara eitthvað svo skrýtið þegar manneskjur sem maður átti svo mikil og svo löng dagleg samskipti við eru bara horfnar út úr lífinu manns og maður veit að maður er ekkert að fara hitta þá nema kannski af tilviljun aftur.
Spes að fara út massa miklum samskiptum í engin samskipti. Maður hengur einhvern veginn í lausu lofti dáldið.
Og maður er líka öðruvísi bara persónur. Núna er það bara ég og þeir. Ekki vinnu-ég og vinnu-þeir.
Lífið er margslungið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment