Tuesday, March 15, 2016

Bali volume V

Námskeiðið var sem sagt bara fínt. Af því að Sigrún veiktist var Ósk meira með okkur og jós yfir okkur úr viskubrunni sínum. Sem var auðvitað bara fínt. Svo gaman að hlusta á hana. Fórum á kaffihús eitthvert þar sem námskeiðið var tekið áfram og eins og áður var svo heitt. Þennan dag var alveg bara 34 stiga hiti eða eitthvað. Rugl. Fórum í rosalegan göngutúr á hálfgerðu fjalli. Rosa fallegt. Enduðum í sérstöku þorpi þar sem við gátum meðal annars keypt listaverk. Ég keypti svona búddalistaverk sem ég get haft í verðandi hugleiðsluherbergi eða meðferðarherbergi ef til vill í framtíðinni.

Minnir að ég hafi farið í pedicure eftir þetta á Rouge sem er spa og sushistaðurinn. Var mikið þar;) Fór líka í svona dáldið questionable nudd eftir eitt skiptið sem við fórum svona út úr bænum. Það var sko ekki eins elegant staður og Rouge. Fór á þessum stað í hárþvott og klippingu. Þegar nuddið kostar 800 kr þá fer maður í nudd. Það er bara þannig. Hérna er mynd af sultuslökum fótunum mínum eftir besta nuddið á Rouge.



Anyhows, held að ég sé að muna eftir helstu ferðunum okkar. Útskriftardagurinn var rosalegur. Þá tókum við viðtal við hvor aðra um það sem við ætlum okkur þegar við komum heim. Það var rosalega sniðugt af því að þá staðfesti maður 9 sinnum það sem maður ætlar að gera og þegar maður staðfestir eitthvað svona oft þá eru góðar líkur á því að það gerist. Ó, já.

Tók sem sagt stóra ákvörðun þarna úti sem ég er þegar búin að hrinda í framkvæmd. Kemur í ljós síðar gott fólk. Mikið góð ákvörðun.

Fórum á svo magnaðan stað um kvöldið í útskriftardinnerinn að ég er sannfærð um að David Bowie hafi verið þar og að þessi staður sé ástæðan fyrir því að hann vildi að ösku sinni yrði dreift á Bali. Algerlega himneskt umhverfi. Næst ekki á mynd. Fórum í kirkju þarna og giftumst sjálfum okkur og hétum sjálfum okkur eilífri ást og umhyggju. Gerðum það sko í alvörunni. Hver og ein fór upp á alteri og gerði einmitt það. Og þá sagði Sigrún Gyðja alltaf: "Can I get an amen?!" Og allir sögðu amen. Dásamlegt alveg.Mynd af kirkjunni hér fyrir neðan. Fyrst mynd að ofan af umhverfinu og ef vel er að gáð er þarna borðið sem við snæddum svo við. Svo kirkjan.

Allavegana, borðuðum saman á þessu uppdekkaða borði út í náttúrunni með einkakokk og einkaþjóna. Sögðum allar þrjú jákvæð orð um hverja og eina sem var yndisleg stund. Hver og ein stóð sem sagt upp. Á mínútunnni kl. 19 stóðum við upp og lokuðum augunum og héldumst í hendur á alþjóðlegum degi kvenna en þetta var víst gert víðar á sama tíma. Afar sérstök stund. Og svo vorum við útskrifaðar hver og ein og fengum rós og viðurkenningarskjal. Sweet.

Þennan dag var hátíð hindua sem heitir eitthvað ákveðið sem ég hefði átt að leggja á minnið. Minnir að það heitir Ujai Ujai en það heitir það ekki. En eitthvað líkt því. Dagana á undan höfðum við séð svona fígúrur sem bali búar vorum búnir að búa til. Á þessum degi er farið með fígúrurnar í svona skrúðgöngu. Þetta eru svona skrímsla fígúrur með ljót andlit sem tákna illa anda. Í lokin er svo kveikt í þessum fígúrum sem er táknrænt því þarna er verið að rekja illa anda burt. Ósk segir að eftir skrúðgönguna fari mennirnir á fyllerí. Ekki konurnar.

Daginn eftir er svo silent day sem að sjálfsögðu var Svövu ekki á móti skapi. Þá mátti enginn fara út á götu, allt var lokað, það mátti ekki hlægja heldur bara vera á hótelinu og í hótelgarðinum að chilla. Sumar af okkur fóru í einkasession til Óskar en ég gerði það ekki. Ég fór í staðinn til Sande spákonu sem ég segi meira frá síðar. Set myndir inn á morgun eða hinn. Segi líka frá magnaða yogatímanum sem ég fór í. Hann var alveg;)

2 comments:

Tinnsi said...

Vá hvað þetta hefur verið magnað. En hvað ég er ánægð fyrir þína hönd að fara í svona ævintýri.

Svava said...

Takk Tinna. Þetta var algerlega magnað. Magnað. Var ég búin að segja magnað?