Þetta eru merkilegir þættir sem eru sýndir á RÚV. Þeir eru sænskir og þarna er sem sagt hún Gina að skoða sig um í heiminum til þess að læra að hún á ekki svo bágt eftir allt eða eitthvað svoleiðis. Eins og margt ungt fólk er hún leitandi að stóru svörunum.
Ég er búin að sjá tvo þætti. Í þeim fyrri tók hún viðtöl við fólk í Las Vegas sem hefur sest að í neðanjarðarkerfunum eða eitthvað álíka og býr í "the tunnel." Í flestum tilvikum var þetta fólk sem hafði gefist upp á lífinu og öllum kröfunum og öllu stressinu og áreitinu. Í þættinum í gær fór hún á svona hugleiðslusetur eða eitthvað álíka þar sem líka fólk bjó sem hafði dregið sig út úr áreitinu sem fylgir daglegu lífi í dag og sests að í þessu eins konar klaustri. Þeir sem bjuggu þarna voru búin að raka á sér hárið, voru í samskonar brúnum fötum og segja skilið við restina af heiminum. Auðvitað var niðurstaðan nokkurn veginn sú að þetta fólk var mjög hamingjusamt. Hún spurði tvær kvennanna af hverju þær hefðu sest þarna að. Báðar höfðu þær unnið á fréttastofum, BBC held ég þar sem þær unnu mjög mikið og álagið var mikið. Þær fundu að þær væru að fjarlægjast kjarnann í sér og ákváðu að þær vildu ekki lifa svona. Þarna voru þær fjarri öllu áreiti heimsins og voru að rækta garðinn (sinn.)
Verð að segja að ég tengdi óþægilega mikið.
Sko. Ég gæti auðvitað aldrei búið í neðanjarðarkerfi. Ég er ekki að segja það. En þetta með klaustrið skil ég. Reyndar myndi ég bara vilja vera þarna í svona viku, 10 daga. Á þessu klaustri voru þau líklegast í einhverri trúarreglu og kölluðu hvor aðra systur. Gina var að tala við "sister peace" til dæmis, svo hét önnur sister eitthvað annað. Þær lifa líklegast engu kynlífi og eiga ekki sjónvörp eða síma. Hhhmmmm. Veit ekki alveg hvað ég gæti lifað lengi þannig. En hugmyndin heillar mig. Það er eiginlega það sem ég er að reyna að segja.
Thursday, July 28, 2016
kviðfita
Mikið ofboðslega fer þessi kviðfita mín í taugarnar á mér.
Núna gæti ég innsett mynd en það væri afar ósmekklegt því ástandið er ekki gott. Var að skoða gamlar myndir af mér og kviðurinn virðist hafa verið í lagi þangað til svona sirka að ég átti Stefán. Síðan er ég búin að vera með vandamál. Ég man reyndar eftir mér í menntaskóla þar sem ég var stundum með það mikla uppþembu að ég leit út fyrir að hafa fótbolta í maganum.
Núna er ég búin að taka brauð út og nærist í staðinn á svokölluðu steinaldarbrauði sem ég bý til úr fræjum, hnetum, möndlum og eggjum. Núna er ég líka byrjuð að gera hveitikímsbrauð. Það á að vera meinhollt og það er reynar mjög gott.
Núna lít ég bara út fyrir að vera komin svona sirka 4 mánuði á leið.
Núna gæti ég innsett mynd en það væri afar ósmekklegt því ástandið er ekki gott. Var að skoða gamlar myndir af mér og kviðurinn virðist hafa verið í lagi þangað til svona sirka að ég átti Stefán. Síðan er ég búin að vera með vandamál. Ég man reyndar eftir mér í menntaskóla þar sem ég var stundum með það mikla uppþembu að ég leit út fyrir að hafa fótbolta í maganum.
Núna er ég búin að taka brauð út og nærist í staðinn á svokölluðu steinaldarbrauði sem ég bý til úr fræjum, hnetum, möndlum og eggjum. Núna er ég líka byrjuð að gera hveitikímsbrauð. Það á að vera meinhollt og það er reynar mjög gott.
Núna lít ég bara út fyrir að vera komin svona sirka 4 mánuði á leið.
Monday, July 25, 2016
Þreytt, þreyttari, þreyttust
omg. omg, omg.
Þreytta mamman hérna. Komst í hot yoga áðan og var bara með lokuð augun mestallan tímann. Guð minn góður, ég er svo þreytt.
Óli er farinn til Manchester í Bobby Charlton skólann. Hann lagði af stað kl. 5 í nótt og við vöknuðum með honum. Var að pakka fyrir hann í gærkvöldi eftir að hafa verið með morgunvakt á Rey cup og misst símann minn óafvitandi ofan í klósettið.
Innlögn á heilsuhælið í Hveragerði væri í alvörunni bara alveg málið fyrir mig núna.
Leikskólinn byrjar aftur 4. ágúst. Það er eftir 9 daga. 9 DAGA. Ég er komin með alveg nóg af Svampi Sveinssyni, Diego og Dóru. Þau geta átt sig fyrir mér!
Ekki svo að skilja að börnin sitji hérna út í eitt og horfi á sjónvarpið. Segi bara svona.
Þreytta mamman hérna. Komst í hot yoga áðan og var bara með lokuð augun mestallan tímann. Guð minn góður, ég er svo þreytt.
Óli er farinn til Manchester í Bobby Charlton skólann. Hann lagði af stað kl. 5 í nótt og við vöknuðum með honum. Var að pakka fyrir hann í gærkvöldi eftir að hafa verið með morgunvakt á Rey cup og misst símann minn óafvitandi ofan í klósettið.
Innlögn á heilsuhælið í Hveragerði væri í alvörunni bara alveg málið fyrir mig núna.
Leikskólinn byrjar aftur 4. ágúst. Það er eftir 9 daga. 9 DAGA. Ég er komin með alveg nóg af Svampi Sveinssyni, Diego og Dóru. Þau geta átt sig fyrir mér!
Ekki svo að skilja að börnin sitji hérna út í eitt og horfi á sjónvarpið. Segi bara svona.
Saturday, July 16, 2016
Detox
Jæja, ætla nú að taka kaffið út. Finn að það hefur slæm áhrif á miðtaugakerfið og ætla þess vegna að minnka neysluna fyrst úr tveimur bollum á dag í einn svo ég fái ekki hausverk.
Hlakka eiginlega bara til að finna mun:)
Hlakka eiginlega bara til að finna mun:)
declutter
Hmm... ætli ég sé að stafa þetta rétt?
Allavegana, það sem ég er búin að vera gera síðustu daga og vikur er að minnka draslið hérna heima. Það er ótrúlega mikið sem hlaðast upp af dóti og fatnaði og já, drasli hjá 6 manna fjölskyldu. Ég er farin að heillast mikið af svona minimalískum lífsstíl og þar með fer allt svona drasl í taugarnar á mér. Hef tekist bara ágætlega vel núna að minnka dót og drasl. Afrek mitt í dag var að losa mig við eitt tjald sem til var í geymslunni. Þau voru tvö en himininn vantaði á annað þeirra svo ég tók mér það leyfi að setja það í kæliherbergið sem þýðir bara eitt: Sorpa/Góði hirðirinn!
Ég spyr nú allavegana börnin áður ég losa mig við dót. ... svona oftast....
AAhhh, declutter, declutter, declutter:)
(Skrifað daginn eftir) Ok, dáldið skondið. Ég er ekki fyrr búin að skrifa þetta blogg en að Svanur kemur heim með þetta fyrir Guðrúnu Höllu.
Einmitt. Fullt af nýju alls konar litlu drasli sem sameinast við annað smádrasl hense the clutter:/
Og bara svona smá sýnishorn inn í barnaherbergin
Arg. Ég er búin að hafa svona heimili í 14 ár þar sem ég er alltaf með barn undir 5 ára. Mikið ofboðslega hlakka ég til eftir nokkur ár þegar þetta heyrir sögunni til:)
Allavegana, það sem ég er búin að vera gera síðustu daga og vikur er að minnka draslið hérna heima. Það er ótrúlega mikið sem hlaðast upp af dóti og fatnaði og já, drasli hjá 6 manna fjölskyldu. Ég er farin að heillast mikið af svona minimalískum lífsstíl og þar með fer allt svona drasl í taugarnar á mér. Hef tekist bara ágætlega vel núna að minnka dót og drasl. Afrek mitt í dag var að losa mig við eitt tjald sem til var í geymslunni. Þau voru tvö en himininn vantaði á annað þeirra svo ég tók mér það leyfi að setja það í kæliherbergið sem þýðir bara eitt: Sorpa/Góði hirðirinn!
Ég spyr nú allavegana börnin áður ég losa mig við dót. ... svona oftast....
AAhhh, declutter, declutter, declutter:)
(Skrifað daginn eftir) Ok, dáldið skondið. Ég er ekki fyrr búin að skrifa þetta blogg en að Svanur kemur heim með þetta fyrir Guðrúnu Höllu.
Einmitt. Fullt af nýju alls konar litlu drasli sem sameinast við annað smádrasl hense the clutter:/
Og bara svona smá sýnishorn inn í barnaherbergin
Arg. Ég er búin að hafa svona heimili í 14 ár þar sem ég er alltaf með barn undir 5 ára. Mikið ofboðslega hlakka ég til eftir nokkur ár þegar þetta heyrir sögunni til:)
Wednesday, July 13, 2016
Ja hérna hér..
... hef hreinlega ekki haft tíma til að blogga síðan ég hætti að vinna.
Finnst ég vera í rúmlega 100% starfi sem móðir og húsmóðir eða 150% starfi more like it. Sú litla er krefjandi og það er nú bara heilmikið mál að vera alltaf með börnin núna. Ætti samt að vera þakklát, það verður einmanalegt þegar skólarnir byrja aftur..
Er búin að setja mér það markmið að sækja um tvær vinnur á viku. Það hlýtur eitthvað að fara gerast;)
Er með bílinn hennar mömmu í nokkra daga og það er æðislegt, rosa gott að hafa bíl!
Jæja, maður fær ekki frið til að blogga. Guðrún Halla sér til þess. Ok, bæ!
Finnst ég vera í rúmlega 100% starfi sem móðir og húsmóðir eða 150% starfi more like it. Sú litla er krefjandi og það er nú bara heilmikið mál að vera alltaf með börnin núna. Ætti samt að vera þakklát, það verður einmanalegt þegar skólarnir byrja aftur..
Er búin að setja mér það markmið að sækja um tvær vinnur á viku. Það hlýtur eitthvað að fara gerast;)
Er með bílinn hennar mömmu í nokkra daga og það er æðislegt, rosa gott að hafa bíl!
Jæja, maður fær ekki frið til að blogga. Guðrún Halla sér til þess. Ok, bæ!
Saturday, July 2, 2016
out with the old
er í rosa hreinsunarstuði þessa dagana. Er að losa mig/okkur við hluti sem ekki eru notaðir lengur. Fyrr má nú vera. Ótrúlega mikið af drasli hérna finnst mér.
Ok, tók sem sagt loksins skiptiborðið og baðið úr þessari einingu. Löngu kominn tími á það... Lagaði svo bara þessa efstu skúffu með superglue, fronturinn var alltaf að detta úr.
Vorum með svona ljósskerm, alveg eins sem var orðinn frekar mikið sjúskaður; plastið brotið og sjúskað og skermurinn alltof langt niður. Núna er kominn nýr, alveg eins skermur, og Svanur setti hann þannig að hann er hærra upp. Óli er hættur að reka hausinn í dæmið.
Blessað kæliherbergið er stundum rusalkompa. Þetta fær að vera hérna þangað til að þetta fer á Sorpu.
Brósi minn á von á barni í september og hann fær að njóta góðs af ýmsu sem við erum hætt að nota. Ahh, svo gott að losna við hluti. Finnst heldur ekki vera neinn ákveðinn staður fyrir neitt hérna. Allt svona listadót og blómavasar þurfa bara að vera inn í skáp.
Mmmmda.
Ok, tók sem sagt loksins skiptiborðið og baðið úr þessari einingu. Löngu kominn tími á það... Lagaði svo bara þessa efstu skúffu með superglue, fronturinn var alltaf að detta úr.
Vorum með svona ljósskerm, alveg eins sem var orðinn frekar mikið sjúskaður; plastið brotið og sjúskað og skermurinn alltof langt niður. Núna er kominn nýr, alveg eins skermur, og Svanur setti hann þannig að hann er hærra upp. Óli er hættur að reka hausinn í dæmið.
Blessað kæliherbergið er stundum rusalkompa. Þetta fær að vera hérna þangað til að þetta fer á Sorpu.
Brósi minn á von á barni í september og hann fær að njóta góðs af ýmsu sem við erum hætt að nota. Ahh, svo gott að losna við hluti. Finnst heldur ekki vera neinn ákveðinn staður fyrir neitt hérna. Allt svona listadót og blómavasar þurfa bara að vera inn í skáp.
Mmmmda.
Friday, July 1, 2016
love it, love it, love it
Er búin að eiga svo dásamlega daga í bústað út á landi.
Þetta var akkúrat það sem ég þurfti. Bara nákvæmlega. Svaf eins og steinn þarna og vaknaði við fuglasöng. Átti góða daga með fjölskyldunni.. Mikið ofboðslega var gott að komast út úr borginni. Fórum og hittum systur hans Svans og manninn hennar og fórum í dýragarðinn Slakka og í Friðheima og Skálholt og svona. Horfðum á þennan magnaða leik; England 1, Ísland 2 í félagsheimilinu. Vá, stemmning:)
Vorum með 5 börn takk fyrir. Þau höfðu mest gaman af því að vera í pottinum.
Vanalega segir maður: "en gott að vera kominn heim." En mér finnst það ekki í þetta skipti. Langar sárlega að flytja. Er ekkert að meika það að vera í miðjunni á borg óttans.
Í dag er ég að taka upp úr öllum töskunum og setja í nokkrar vélar. Úff, meira draslið sem fylgir okkur..;)
Þetta var akkúrat það sem ég þurfti. Bara nákvæmlega. Svaf eins og steinn þarna og vaknaði við fuglasöng. Átti góða daga með fjölskyldunni.. Mikið ofboðslega var gott að komast út úr borginni. Fórum og hittum systur hans Svans og manninn hennar og fórum í dýragarðinn Slakka og í Friðheima og Skálholt og svona. Horfðum á þennan magnaða leik; England 1, Ísland 2 í félagsheimilinu. Vá, stemmning:)
Vorum með 5 börn takk fyrir. Þau höfðu mest gaman af því að vera í pottinum.
Vanalega segir maður: "en gott að vera kominn heim." En mér finnst það ekki í þetta skipti. Langar sárlega að flytja. Er ekkert að meika það að vera í miðjunni á borg óttans.
Í dag er ég að taka upp úr öllum töskunum og setja í nokkrar vélar. Úff, meira draslið sem fylgir okkur..;)
Subscribe to:
Posts (Atom)