Mikið ofboðslega fer þessi kviðfita mín í taugarnar á mér.
Núna gæti ég innsett mynd en það væri afar ósmekklegt því ástandið er ekki gott. Var að skoða gamlar myndir af mér og kviðurinn virðist hafa verið í lagi þangað til svona sirka að ég átti Stefán. Síðan er ég búin að vera með vandamál. Ég man reyndar eftir mér í menntaskóla þar sem ég var stundum með það mikla uppþembu að ég leit út fyrir að hafa fótbolta í maganum.
Núna er ég búin að taka brauð út og nærist í staðinn á svokölluðu steinaldarbrauði sem ég bý til úr fræjum, hnetum, möndlum og eggjum. Núna er ég líka byrjuð að gera hveitikímsbrauð. Það á að vera meinhollt og það er reynar mjög gott.
Núna lít ég bara út fyrir að vera komin svona sirka 4 mánuði á leið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment