Saturday, July 2, 2016

out with the old

er í rosa hreinsunarstuði þessa dagana. Er að losa mig/okkur við hluti sem ekki eru notaðir lengur. Fyrr má nú vera. Ótrúlega mikið af drasli hérna finnst mér.
 Ok, tók sem sagt loksins skiptiborðið og baðið úr þessari einingu. Löngu kominn tími á það... Lagaði svo bara þessa efstu skúffu með superglue, fronturinn var alltaf að detta úr.
 Vorum með svona ljósskerm, alveg eins sem var orðinn frekar mikið sjúskaður; plastið brotið og sjúskað og skermurinn alltof langt niður. Núna er kominn nýr, alveg eins skermur, og Svanur setti hann þannig að hann er hærra upp. Óli er hættur að reka hausinn í dæmið.
Blessað kæliherbergið er stundum rusalkompa. Þetta fær að vera hérna þangað til að þetta fer á Sorpu.

Brósi minn á von á barni í september og hann fær að njóta góðs af ýmsu sem við erum hætt að nota. Ahh, svo gott að losna við hluti. Finnst heldur ekki vera neinn ákveðinn staður fyrir neitt hérna. Allt svona listadót og blómavasar þurfa bara að vera inn í skáp.

Mmmmda.

No comments: