Hmm... ætli ég sé að stafa þetta rétt?
Allavegana, það sem ég er búin að vera gera síðustu daga og vikur er að minnka draslið hérna heima. Það er ótrúlega mikið sem hlaðast upp af dóti og fatnaði og já, drasli hjá 6 manna fjölskyldu. Ég er farin að heillast mikið af svona minimalískum lífsstíl og þar með fer allt svona drasl í taugarnar á mér. Hef tekist bara ágætlega vel núna að minnka dót og drasl. Afrek mitt í dag var að losa mig við eitt tjald sem til var í geymslunni. Þau voru tvö en himininn vantaði á annað þeirra svo ég tók mér það leyfi að setja það í kæliherbergið sem þýðir bara eitt: Sorpa/Góði hirðirinn!
Ég spyr nú allavegana börnin áður ég losa mig við dót. ... svona oftast....
AAhhh, declutter, declutter, declutter:)
(Skrifað daginn eftir) Ok, dáldið skondið. Ég er ekki fyrr búin að skrifa þetta blogg en að Svanur kemur heim með þetta fyrir Guðrúnu Höllu.
Einmitt. Fullt af nýju alls konar litlu drasli sem sameinast við annað smádrasl hense the clutter:/
Og bara svona smá sýnishorn inn í barnaherbergin
Arg. Ég er búin að hafa svona heimili í 14 ár þar sem ég er alltaf með barn undir 5 ára. Mikið ofboðslega hlakka ég til eftir nokkur ár þegar þetta heyrir sögunni til:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment