Ég viðurkenni vanmátt minn.
Núna er ég að standa í smá verkefni hérna heima. Þar sem disklingar eru að verða úreltir og það virðist ekki einu sinni vera drif eða hvað sem það kallast til að setja svona cd's/geisladiska í í nýju tölvunum er ég að kóbera allar verðmætu og yndislegu myndirnar af börnunum þegar þau voru lítil yfir á tölvuna og svo yfir á minniskubb (spurning hvenær þeir verða úreltir..)
Allavegana, fór í A4 og keypti bara svona meðalminniskubb á rúmlega 3000 kr en málið er að ég er búin að koma ofboðslega miklu magni af ljósmyndum og video-um á hann og hann (minniskubburinn sýnir enginn merki um að ofbjóða allt þetta magn. Ég meina þetta eru mörg ár af þúsundum mynda og video-a.)
Hvernig virkar þetta eiginlega? Hvernig er þetta hægt? Hvernig virkar svona lítill minniskubbur? Veit það einhver? Hvernig virkar sjónvarp? Útvarp?
!!!
Ok Svava. Held það sé kominn tími til að fara aðeins út úr húsi. Ok? Ok.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég var líka í þessum töluðu orðum að kaupa minniskubb til að setja myndir á því tölvan mín er full af myndum og vídjóum. Crazy!
Við erum tengdar Tinna. Það er bara þannig;)
Post a Comment