Thursday, October 13, 2016

Dýrlingur

Það er svo gott að gefa.

Ef ég gæti starfað við það þá væri líf mitt fullkomnun.

Í viðleitni minni til að henda reiður á fjármálum mínum sagði ég upp American Express kortinu mínu. Það er alveg nóg að vera með eitt kreditkort (eh já.) Allavegana, í gegnum þetta Amex kort safnar maður Vildarpunktum sjálfkrafa. Ég var komin upp í 28.xxx kr. og var að gefa Vildarbörnum þessa punkta. Vildarbörn eru langveik börn og þetta hjálpar við að koma þeim í draumaferðina. Ji, hvað þetta var gott!

Í gær gaf ég þriggja barna bílstólslausri fjölskyldu bílstól fyrir 9-18 kg.

Góðverk á dag kemur skapinu í lag:)


No comments: