Wednesday, October 26, 2016

Hamingjan

Undirrituð rak upp stór augu í biðröðinni við kassann í Krónunni í síðustu viku. Tók mynd af forsíðunni af Séð og heyrt. Ok myndin er ekki skýr en hér segir að Ellý Ármanns hafi fundið hamingjuna á ný.

Mér finnst þetta vera bull og kjaftæði. Finnur maður þá hamingjuna bara hjá maka? Hjá karlmanni? 

Æ, ég er búin að spá svo mikið í hamingjunni og allt sem ég hef lært um hana er einmitt að maður finni ekki hamingjuna í annari manneskju. Hamingjan er eitthvað sem maður býr til sjálfur. Það er auðvitað æðislegt að vera ástfangin og að finna einhvern svona mann en come on. Maður er fullkomlega fær um að vera hamingjusamur án maka. Þegar ég fer að hugsa um það þá veit ég um fullt af konum sem er mjög hamingjusamar og eru ekki með maka.

Æ, þessi forsíða fer í taugarnar á mér. Ég er reyndar eiginlega hætt að lesa svona slúðurblöð. Mér finnst þetta allt svo mikið bull. Blaðamaðurinn gerir sitt besta til að selja fréttina. Finnur eitthvað krassandi og slær því upp sem fyrirsögn og bara æ... kannski maður ætti bara að flytja upp í sveit og lesa félaga Laxness aftur eins og hann leggur sig. Segja þetta bara gott.

Svava Ólafsdóttir.

No comments: