Tuesday, November 1, 2016

yes suree Bob!

Er að ennþá að koma niður af það sem ég held að sé kallað "Runners high."

Ég fór í morgun í síðasta tímann til markþjálfarans sem er góð kona sem býr í Rauðalæk. Það er búið að vera mjög gott að tala við hana og hún hefur hjálpað mér við að komast nær því sem ég vill í rauninni gera og vinna við. Dásamlegt í rauninni:)

Hjá henni unnum við meðal annars með lífsgildin hvað er mikilvægt fyrir mig og svona en það er efni í annan pistil. Það sem ég gerði eftir að ég var hjá henni er það sem mig langar til að blogga um núna. Ég sem sagt ákvað að skokka heim en Svanur skutlaði mér þangað í morgun.

Rauðalækur er nálægt sjónum svo ég skokkaði meðfram sjónum (æði!) niður í bæ, framhjá Hörpu og stjórnarráðinu og svo heim. Mikið ofboðslega var þetta gott!!

MMMMMmmmmm daaaa.

Er ennþá að læra almennilega á forritið Runkeeper en sem sagt opnaði það og ýtti á eitthvað og röddin byrjaði að tala þannig að ég hélt að ég hefði ýtt á "go" takkann en svo var það víst ekki. Svo ég veit ekki hvað þetta var langt! En allt í lagi. Ég bara veit að ég get hlaupið 10k með Tryggva bróður mínum á gamlársdag! :)

1 comment:

Tinnsi said...

hvað heitirðu á runkeeper? Ég er Tinna Jokulsdottir. Friendaðu mig!