Það sem ég var að gera hjá Markþjálfanum, henni Ástu, var að komast nær því sem ég vil gera í lífinu. Það skiptir mig miklu máli að vinna við það sem mig langar til að vinna við, að andrúmsloftið í vinnunni sé afslappað og alveg streitulaust.
Ég fékk það erfiða verkefni að raða niður gildunum mínum. Ég fékk fullt af gildum. Ætli þau hafi kannski verið um 50? Eitthvað þannig. Svo fékk ég það heimaverkefni að flokka þessi gildi í Mjög mikilvæg, Mikilvæg og Ekki mikilvæg eða eitthvað svoleiðis. Í tímanum í gær vorum við að vinna með Mjög mikilvægustu gildin, ég átti að minnka niður í 10 og svo 5. Það var erfitt.
Allavegana, hér er útkoman
Pha! Þetta sést ekki vel.
Allavegana, þau eru:
Heimsfriður, innri friður, heilbrigði, hreysti, sjálfstraust, náin tengsl, fjölskylda, ást, húmor og gaman.
Ég er sem sagt hippi og er búin að ákveða að læra að vera nuddari. Ég er búin að fara námskeið í heilun/reiki og mér finnst þetta rosalega áhugavert. Ég hef áhyggjur af öllu þessu fólki sem er að glíma við streitu og vesen. Mig langar ekki að vera eitt af þessu fólki lengur svo ég ætla að hlúa að mér og hlúa svo að öðrum.
Namaste.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment