Saturday, September 2, 2017

Tiltekt

Elska að taka til. Hvort sem það eru veraldlegar, andlegar eða líkamlegar tiltektir. Þetta er reyndar ekki alveg satt þar sem ég þoli ekki draslið heima af því það er ekki eftir mig. Þau hin ganga ekki til eftir sig (umgengnisvandamál.)

Það var til dæmis rosalega góð andleg tiltekt bæði að flytja (fyrir 4 árum síðan) og að hætta í vinnunni (besta andlega tiltekt sem ég hef nokkurn tímann gert) og núna er ég að taka til í mataræðinu. Það er líka með betri tiltektum sem ég hef gert. Byrjaði á því að taka kjöt út og langar ekki í það meir. Leið strax betur og fann fyrir aukinni orku. Tók svo mjólkurvörur út og man, o man. Bingó! Fólk er hætt að spyrja mig hvort ég sé ólétt og mér líður miklu betur:) Meiri orka og betri lífsgæði og allt. Takk Begga segi ég af því að hún gaf mér innblásturinn af því að gera þetta (hún er besta vinkona mín sko.)

Ég fékk mér óvart smá nýmjólk út á hafragrautinn minn í vikunni og það var ekki að spyrja að því - maginn blés út um 2-3 tímum seinna eins og ég væri komin 4 mánuði á leið. Við sjáum mynd:
Bless mjólk, bless ís :(, bless konfektísinn á áramótunum (erfiðast, fæ mér líklegast.)

Annars bíð ég ykkur vel að lifa. Later:)

2 comments:

Tinnsi said...

það er til geggjað góður mangó ís sem er mjólkurlaus. Svaka dýr en kannski í lagi á jólunum.

Svava said...

Mmm, hljómar mjög vel:)