Friday, September 12, 2025

Er á tímabili..

.. sem ég vil aldrei að hætti.

Mér líður svo vel. 

Við konur fáum vanalega sirka 10 daga í tíðahringnum sem okkur líður eins og Superwoman. Er á því tímabili og líður bara svo skratti vel. Hef á tilfinningunni að þetta tímabil eigi eftir að endast lengur en vanalega einfaldlega vegna þess að ég er komin á þann aldur að tíðahringurinn er ekki eins og vanalega og er líka á hormónauppbótameðferð svo að estrogenið lækkar ekki af eins miklum þunga og það gerði hér áður fyrr. (Langar að segja "droppar ekki" því það lýsir því sem gerist betur.)

Man eftir mér síðasta vetur í svo mikilli vanlíðan vegna einhvers sem var alltaf í gangi með móðurlífið. Túrverkir, allt of langar og þungar blæðingar, alls konar verkir tengdir blöðrum á eggjastokkum og öðru svoleiðis drasli. EUW.

Vikan var góð. Núna er Virk programið byrjað. Er á svefnnámskeiði sem er vandræðalegt af því að ég hef aldrei sofið eins vel og núna. Óvart. Líkaminn er góður þessa stundina og er ekki að angra mig með veseni. Er að læra slatta um svefn samt. Var líka á dk námskeiði í gær (tölvubókhald) og ætla að reyna að senda reikning úr því á næstu dögum. 

Partur af Virk er að vera hjá sálfræðingi og ég mætti ókvíðin á Kvíðameðferðastofuna og fann að ég hafði ekki svo mikið að segja. Hef ekki lent í meiriháttar áföllum í lífinu en er að díla við að vera neuro divergent manneskja í heimi neuro typical fólks. Vorum því aðallega að tala um hvað gæti hentað mér vinnulega séð. Ætla að gera þetta rétt en ekki fara beint í einhverja vinnu sem drainar mig og gerir mig kvíðna. Aðallega skiptir fólkið á vinnustaðnum mig máli. Að mér líði vel með samstarfsfélögunum og geti verið ég sjálf.

Leið meira að segja það vel eftir tímann hjá sálfræðingnum að ég sendi fyrirspurn um vinnu á Borgarleikhúsið. Hvort það væri eitthvað laust í miðasölunni!

Hápunktur vikunnar var vikan öll í heild sinni. Mér hefur bara sjaldan liðið eins vel.

Lágpunktur vikunnar var á miðvikudagskvöldið þegar við Svanur fórum saman í Sundhöllina á meðan elskuleg dóttir eldaði matinn. Snappaði þegar ég var búin að synda nokkrar ferðir en svo var allt í einu kominn krakki á sundbrautina "mína." Mér til varnar þá gerðist það sama um daginn í Lágafellslaug en þá vorum við þrjár sem snöppuðum saman og í einu. Útlendingar að fara í sundlaugina eins og þetta væri einhver barnasundlaug. Á miðri sundbraut! Við vorum ÞRJÁR sem snöppuðum þá og vorum alveg jafn snöggreiðar. Sundbraut er sundbraut er sundbraut er SUNDBRAUT. 

Ég ætla að halda áfram að líða vel. Ætla að sleppa því að fá mér rósavín um helgina ef ég er bara ein. Verð að minnsta kosti að finna mér drykkjufélaga. Ekki það að ég slagi hér um þegar ég fæ mér í glas nei, nei. Það er ekki þannig. En fann samt áhrifin frá síðasta laugardagskvöldi langt fram í vikuna..

Namaste.


No comments: