Friday, September 26, 2025

Styrjöld úti, friður í Skipholtinu

Ok, kannski smá dramatískt!

Mætti á foreldrakynningu á miðvikudagsmorgun í Hlíðaskóla eins zenuð og hægt er að vera. Hefði allt eins getað verið postermyndin fyrir zen. Ástæðan var að ég var vel sofin enda er ég það eiginlega alltaf eftir yogað hjá vinum mínum í Art of yoga í Skipholtinu. Set það í forgang, alltaf, að ná þessum tímum. 

Síðan fór allt að gerast og Svavan að ofhugsa og fara í klemmu með allt. Það er líka foreldrafundur á mánudagsmorgun. Það hentar mér engan veginn þar sem ég er með tvö nudd þann daginn. Eitt í hádeginu og eitt kl 16. Þegar ég er að nudda þá er ég nudda. Finnst voða óþægilegt að trufla orkuna með öðru. Allavegana, fór í hálfgerða fýlu af því að það er líka fundur í handboltanum á mánudaginn eftir æfingu hjá stelpunum. Er að lenda í þessu viku eftir viku að það hlaðast allt á sama daginn og svo er bara voða lítið á dagskrá hina dagana. 

Þetta handboltamót í Vestmannaeyjum er að fara með mig. Það er helgina 3.-5. okt og ég er þegar farin að missa svefn yfir því. Hver gerir það?! Ekki aðrar mömmur. Málið er að ég er að upplifa mig sem liðleskju. Maður á að vera ofboðslega hress mamma og bjóða far með sér til Landeyjarhafnar. Það er þrennt sem er að halda fyrir mér vöku varðandi það: 

1) Ég treysti jeppanum okkar það illa að síðast þegar ég átti að bjóða ókunnugu fólki far í svett út á landi fékk ég svo slæmt kvíðakast um nóttina að ég man ennþá eftir því. Þetta var fyrir sirka tveimur árum og ennþá er ég á sama bílnum. Málið er að þó hann hafi staðið sína plikt og fylgt mér öll þessi ár þá hefur hann líka brugðist okkur hrapalega. Misst kraftinn í kömbunum og bilað í fjölskylduferðalagi (held að þaðan komi kvíðinn.) Svo hef ég líka lent í því að missa stjórn á honum á Miklabrautinni vegna einhvers sem gerist með hann og brugðið alveg svakalega illa. Ég treysti sem sagt bílnum ekki. Fólk sem er með OCD eins og ég er í grunninn gott fólk sem vill ekki bregðast neinum eða klúðra. Hence, the kvíði. Get ekki boðið ókunnugum far. Það býður bara upp á gífurlega vanlíðan fyrir mig. Það er líka draugur í bílnum. Stundum detta stefnuljósin út og þá er ekki hægt að loka gluggum eða læsa bílnum. Martröð.

2) Fyrir utan þetta er það almennur ferðakvíði. Hef aldrei keyrt til Landmannahafnar, hef aldrei farið til Vestmannaeyja og síðast þegar ég fór kambana stöðvaði ég alla umferð því ég fór á 20 km hraða. Þoli ekki hvað þetta er glannaleg brekka. Ég vil lifa sko!

3) Fíla mig enn og aftur utangátta í heimi A týpna og extroverta. Fíla ekki einu bolta íþróttir og keppnisskap er eitthvað sem ég var kannski einhvern tímann með en er ekki með lengur. Mér líður aldrei vel í aðstæðum sem ég valdi mér ekki sjálf og hef enga stjórn á. Þetta handboltamót er víst stórt því það er ekki bara 5. flokkur kvenna heldur líka kk.! Hvernig ég á að halda mér eitthvað zenaðri eða líða vel yfir höfuð í þessum aðstæðum öllum veit ég bara ekkert um. Dont like crowds.

Allavegana. Það var ekki nóg með að líða illa yfir þessu öllu saman. Stefán minn fór á menntaskólaball aðfaranótt fimmtudags, kom heim um nóttina og hélt fyrir mér og okkur vöku í lengri tíma. Mætti því ósofinn á svefnnámskeiðið og leið illa allan tímann. Þess vegna er ég á þessu svefnnámskeiði. Þegar ég missi svefn, þó það sé ekki nema ein nótt, þá fer líðan mín út og suður. Aðallega suður. Hefði engan veginn getað mætt í vinnu þennan dag út af þessari nótt.

Beið eftir því allan daginn að komast í Skipholtið, í friðinn minn. Stund á milli stríða. 

Vildi að ég færi að fara ein í einhvers konar yogamót í Vestmannaeyjum en ekki skarkali.is boltamót. 

Hjálp.

Namaste. 

No comments: