Ég er dáldið búin að vera synda upstream þessa vikuna.
Skúla fúla. Þar sem ég er bekkjarfulltrúi núna þurfti ég endilega að koma með smá leiðinda komment í bekkjarfulltrúahópinn um hversu stór árgangurinn hjá krökkunum er. 2013 árgangurinn er með um 78 nemendur í Hlíðaskóla og fyrirhugaður er fjöldafundur þar sem á að nást að gera sáttmála um fyrirhugaðar breytingar á bekkjarkerfinu. Það reddaðist fyrir horn. Finnst bara ekki gaman á stórum fundum. Sjálfselskan uppmáluð. Það er ég.
Þarf alltaf að vera the odd one out. Sú sem fylgir ekki straumnum. Gerir ekki það sama og hjörðin bara vegna þess að allir gera það. Það er eilíf barátta að vera umkringd A týpum og extrovertum þó ég viti að svoleiðis týpur eru bráðnauðsynlegar allri framþróun. Ef allir væru eins og ég myndi líklegast aldrei neitt gerast.
Þar sem ég neita að lífi mínu og limum sé stjórnað alfarið af áðurnefndum týpum er ég sem sagt að fara með seinni ferðinni til Eyja á morgun. Er ekki alfarið til í að missa af morgunhugleiðslunni og ræktinni og er ekki til í að stressið sé í hámarki fyrir handboltamót hjá dóttur minni. Jú, flestir aðrir fara um morguninn og leggja af stað kl 08. Þekkjandi mig myndi það eyðileggja daginn að leggja af stað svona snemma. Myndi koma til Eyja með tóman tank.
Ég er orðin svo vön því að vera utanveltu í heimi A týpna og extroverta að ég hef ekki einu sinni áhyggjur af því að þekkja engan á mótinu. Það er eins og hinar mömmurnar go way back. Allt í lagi. Ég á pantaðar tvær nætur á Hótel Vestmannaeyjum og væri sátt við að eyða dögunum þar introvertinn sem ég er. Verð nú líklegast sem allra minnst á hótelinu samt.
Vonandi kynnist ég fólki. Það er kominn tími til.
Þið megið gjarnan hugsa fallega til mín um helgina. Gæti þurft á því að halda.
Namaste.

No comments:
Post a Comment