Friday, October 10, 2025

Upstream

 Þessi vika er búin að vera þannig.

Er búin að djöflast í gegnum þessa viku á hnefanum. Kom heim frá Eyjum með hálsbólgu, kvef og nokkrar kommur og vissulega slöpp en gerði allt sem á dagskrá vikunnar var bæði samviskunnar vegna og vegna þess að mig vantar sárlega þessa fáu félagslegu viðburði sem þó eru á dagskránni. Það er nú oftast ekki svo mikið sem ég er að gera dags daglega og ekki kann ég að vera veik svo ég hef bara gert allt eins og vanalega. Er loksins farin að líða aðeins betur. 

Ég var rosalega ánægð með Vestmannaeyjar. Ánægð með að hafa staðið mína plikt og verið liðsstjóri og horft á alla leikina og svona. Það var rok í Eyjum og það réðst á mig svo óþægileg hálsbólga þessar tvær nætur sem ég var þarna að ég gat varla kyngt. Frekar lame. Fór ein að út að borða á föstudagskvöldinu sem var nú bara allt í lagi. Kynntist fólki á laugardeginum sem var æði. Var virkilega ánægð með mig. Það var hálfnorsk stelpa samferða okkur heim í bílnum hennar mömmu og það var líka góð reynsla. Góð stelpa. 

Þegar mér líður illa hlusta ég á Abraham Hicks. Hún Ester (sem miðlar Abraham auðvitað) kemur manni í The vortex og allt verður betra. Ester talar um að auðvitað eigum við að vera downstream. Allt flæðir eðlilega til okkar og frá okkur og allt er í goodí. Við eigum ekki að vera upstream sem er nú bara að synda á móti straumnum. 

Hápunktur vikunnar var þegar ég fékk faðmlag frá Styrmi mínum þegar ég sótti hann í leikskólann í vikunni. Loksins er hann sáttur við ömmu sína. Ég passaði auðvitað að eiga nóg bláber fyrir hann:)

Lágpunktur vikunnar var þegar við Guðrún Halla komum heim frá Eyjum og sáum að það var ekki búið að gera handtak í heimilisstörfum heima. Allt eins og við skildum við það. Mér féllust svo hendur að ég held að það hafi verið tímapunkturinn sem ég varð slöpp. 

Framundan eru það skýtnir tímar að mér líður skringilega í hausnum. Í vikunni fór ég og keypti parket í Parki. Við fáum að geyma það í búðinni vegna þess að við eigum eftir að taka gamla af og flota og tadaradada! ... færa eldhúsið yfir í stofuna! Bomba.

Namaste vinir.

No comments: