... hvað ég er róleg yfir þessum framkvæmdum hérna heima.
Við tókum gamla parketið af síðustu helgi. Í ljós komu þessir fínu gólfdúkar undir. Linoleum dúkur í stofunni og svo eins konar korkdúkur á ganginum. Fjarlægðum skóskápinn sem var gott því að neðsta og stærsta hillan var brotin og virkaði ekki.
Núna er sem sagt enginn staður til að leggja eitthvað frá sér!
Fengum teikningarnar frá Ikea í gær og erum að djúppæla í þeim. Það er eyja á þeim og þar með væri hálf stofan farin (ég vil líka skjóta inn að hún myndi vera beint fyrir neðan gluggann fyrir ofan svalirnar sem verður alltaf að vera opinn fyrir frú Svövu.)
Það er sem sagt allt á hvolfi hjá okkur og erfitt að sjá fyrir endann á því.
Hápunktur vikunnar var mánudaginn þegar kúnni kallaði mig galdrakonu. Mér þykir svo vænt um þegar einhver kann að meta það sem ég er að gera:)
Lágpunktur vikunnar var þegar ég þurfti að fara til osteópatans vegna þess að mér er illt í vinstri mjöðminni. Aftur er það spjaldið eða eins og Jói osteópati útskýrði fyrir mér ... stíft liðband þar eða eitthvað svoleiðis.
Verkefni vikunnar ... OK. Ég þrái einhvers konar skipulag og stefnu mér til góðs en það fór lítið fyrir verkefni vikunnar að þessu sinni þar sem ég var að skrá inn vörubílaaksturinn fyrir Grjótavík ehf. Smá skondið að Svanur skar sem sagt gamla parketið af en skildi eftir smá bút þar undir skrifborðinu þar sem ég er núna og skrifborðsstóllinn úr Ikea nemur við það. Það tekur alltaf smá á bakið mitt að sitja lengi við tölvu og vikan var engin undantekning.
Guði sé lof fyrir Sundhöll Reykjavíkur! Það er smá horn í einum af heitu pottunum sem er með nuddi sem er búið til fyrir mjaðmirnar mínar.
Namaste


No comments:
Post a Comment