Friday, October 24, 2025

What a week

Mín innri húsmóðir ljómar ekki í dag.

Heimilið hefur fyllst af iðnaðarmönnum og mér finnst nóg um stússið og fyrirferðina í karlmönnum, tækjum og ryki. Það er líka mín versta martröð að finna gólfið heima á 2.hæð hristast vegna þess að slípirokksvél eða einhver andskotinn er að slípa nakið gólfið. 

Ég er flúin út á Álftanes í foreldrahús þar sem allt er með kyrrum kjörum og engin gólf hrisstast. Það er búið að taka allt af WC-inu líka heima og mig langar alls ekki heim.

Keyrði þrisvar í bæinn í gær og var orðin verulega þreytt í gærkvöldi. Guði sé lof fyrir vetrarfrí hjá Guðrúnu Höllu í dag þar sem ég þurfti ekki að vakna til að skutla henni.

Hápunktur vikunnar var í gær þegar ég var að sjálfboðaliðast fyrir Rauða krossinn. Erfitt að útskýra vellíðanina sem fylgir því.

Lágpunktur vikunnar var á miðvikudaginn þegar ég stressöskraði í bílnum. Of mikið í gangi, þurfti að flytja út á núll einni liggur við, átti að vera á námskeiði á sama tíma og svo voru ónefndir fjölskyldumeðlimir með óraunhæfar kröfur. Allt á sama tíma. Það var svo sannarlega Skúla fúla sem mætti í sund þann morguninn!

Verkefni vikunnar … glætan, hef ekki tíma fyrir verkefni vikunnar!

Namaste vinir🙏

No comments: