… hugsað mér að búa ein.
Finn hvað mér líður vel hér á Hliðsnesi, alein í náttúrunnar friði.
Mér finnst leiðinlegt að þetta tímabil, þegar ég er ein í höllinni, er að enda. Hér hef ég átt dásamlegar stundir. Í gær og í fyrradag stoppaði ég í miðri yoga asönu til að stara á svan (fugl) á sjónum. Allt svo friðsælt.
Vorkenni Svani að fá mig heim. Ég þoli ekki drasl og núna er heimilið mitt á hvolfi! Flotið klikkaði og gerði allt verra og núna er ekki pláss fyrir parketið undir hurðarnar. Klúður. Hann Etibar í Parki geymir parketið mitt.
Hápunktur vikunnar voru allar gòðu stundirnar þar sem ég var dansandi hér um. Loksins ein og í friði. Gæti verið hér minnst viku í viðbót.
Lágpunktur vikunnar var þegar ég hvæsti smá á Guðrúnu Höllu eða Svan. Já eða bæði. Það er að koma hart í bakið mitt að hafa ekki komið mér í húsmæðraorlof FYRR því jú allar húsmæður þurfa að komast vel og rækilega í burtu frá heimilinu endrum og eins og oft.
Mig langar ekki heim.
Verkefni vikunnar var nú bara að passa upp á geðheilsuna. Aðallega að missa hana ekki. Það er eitthvað sem gerist þegar heimilið manns er á hvolfi sem erfitt er að útskýra.
Það er ekki eins og ég hafi vitað að við ætluðum að strauja allt út úr WC líka.
Mig langar ekki heim.
Blessi mig og þig.
Namaste



