Friday, December 12, 2025

Pabbi, pabbi plís ...

 ... getum við hlustað á Rolling Stones á eftir? Hátt.

Er enn eina ferðina að flýja heimilið mitt vegna mikils álags. Mikið álag í hjónabandinu. Verð að komast í einhvers konar frið. Í dag er Álftanes það fyrir mig.

Var að klára marga vikna törn í gær. Dauðþreytt. Eitthvað í gangi alla daga í margar vikur. Fékk blóðsykursfall í desemberstressinu í hádeginu í gær. Þurfti að kaupa banana í bónusferðinni og borða STRAX. Breytti óvænt tímanum mínum hjá kíró og leið asnalega þar líka. Hafði ekki fengið hádegismat og keypti próteinshake í Sporthúsinu til að bjarga lífinu mínu. 

Heimkoman var hræðileg. 

Heimilisfólk þurfti athygli mína og aðstoð STRAX eins og gerist mjög oft. Daglega undanfarnar vikur reyndar. Stend í síðu úlpunni minni og næ yfirleitt ekki að fara úr henni fyrr en seinna það er alltaf svo mikið í gangi. 

Flúin. Verð að komast í burtu. Verð. Verð nú bara tvær nætur hjá foreldrum mínum en langar svo innilega að það sé gjörsamlega ekkert á dagskránni. Það er bekkjarhittingur hjá bekknum hennar Guðrúnar Höllu á sunnudaginn sem hún nennir ekki einu sinni á. Það er reyndar vegna þess að þá missir hún kannski af æfingu sem er þarna einhvern tímann á svipuðum tíma. 

Verkefni vikunnar var jólagjafir eins og undanfarnar vikur. Reiknast til að nú eigi ég bara tvær gjafir eftir. Hvað ég á að gefa þessum eiginmanni veit ég ekki.

Hápunktur vikunnar var þegar Styrmir og Óli komu í gærkvöldi. Loksins eitthvað smá eðlilegt á þessu heimili framkvæmda. Það talar enginn um hversu ótrúlega streituvaldandi og kvíðavaldandi framkvæmdir eru og sérstaklega í desember!

Lágpunktur vikunnar var svo sannarlega í gær þegar Svanur fór í fýlu vegna þess að ég gat ekki hjálpað honum um leið og ég kom inn með alla bónuspokana og var ekki í standi og var búin á því og næstum liðið yfir mig aftur. Hann rauk út í fýlu og sagðist bara ekkert ætla að flísaleggja yfir höfuð! Þetta yrði bara svona! 

Þvílíka veislan krakkar. 

Namaste.

Friday, December 5, 2025

bitur ...

  ... en fyndin.

Þannig var statusinn minn á bluesky í gær. Var með svartan húmor og sagði að ef ég myndi deyja í þessari eða næstu viku vildi ég að myndi á standa á legsteininum: brann út á þriðju vaktinni og í ólaunuðum og láglaunastörfum. 

Skil ekki fólk sem líður vel þegar það er mikið að gera. Það er búið að vera mikið að gera alla vikuna og ég er bara öskrandi í bílnum af því að mér finnst það svo óþægilegt. Vaknaði á mánudagsmorgun vel útsofin en fattaði svo að það eru að koma jól og ég var búin að kaupa engar, ENGAR, gjafir. Þess vegna er mér búið að líða hreint ekki vel og er bara búin að vera go, go, go! Búin með slatta núna en það er nú alveg eitthvað eftir af jólagjöfum. 

Var líka svona síðustu jól, það er að segja með viðhorfið mitt með jólin. Fann aðra mömmu sem leið eins og mér. Okkur finnst þetta bara vera miklu fleiri hlutir fyrir okkur að gera og við erum að gera nógu marga (ólaunaða) hluti fyrir. Minni á að ég er búin að vera með barn sleitulaust í grunnskóla frá árinu 2008 svo ég er þreytt mamma. 

Skil ekki hvað það er með þriðja og síðasta barnið en það er alltaf eitthvað. Ef það er ekki sýning þá er handboltamót eða eins og í dag ... 70 ára afmæli Hlíðaskóla! Þetta er viðstöðulaust. Langaði á Mama í trommuhringinn minn í dag en nei. Get ekki setið þarna og trommað þetta allt í burtu. Samviskubitið myndi ekki leyfa það. Sé ekki heldur fram á komast næsta föstudag í trommuhringinn því þá er ég búin að lofa mér í sjálfboðastarf. Vanalega geri ég það á miðvikudögum eða fimmtudögum en næsta vika .... AAA ... býður bara ekki upp á það.

Í gær var ég að keppast við klukkuna og ... hell no. Var búin að kveðja the rat race. Það eru nú samt miklar líkur á að ég sé að fara þangað aftur svona miðað við viðtalið mitt hjá Virk í vikunni. 

Hmmm...

Verkefni vikunnar voru jólagjafir.

Hápunktur vikunnar var að mér leið vel í gær þegar ég var að kenna. Allan tímann. Nýr hópur og frekar svona erfitt að byrja kannski. Finn til með uppistöndurum sem þurfa að vinna salinn á sitt band. Úff. Núna er bara eitt skipti eftir í kennslunni. 

Lágpunktur vikunnar var þegar tunglið náði mér. Já, ég finn fyrir líkamlegum áhrifum þegar það er fyllast og var hérna uppfull af spennu á miðvikudagsmorguninn þegar ég þurfti að afpanta tímann hjá kíró vegna anna. Öskraði í bílnum á leiðinni á fundinn með ráðgjafanum og náði að losa mestu spennuna út. Já, ég er skrítin. 

Namaste.


Friday, November 28, 2025

Annir ...

 ... ekki önn.

Þá meina ég að vikan er búin að vera óvenju annasöm miðað við mig. Lífið mitt er þannig að vikurnar eru aldrei eins sem er nú kannski smá gaman. Kunni ágætlega við þessa viku, það var lúmskt gaman að hafa mikið að gera og vera smá á þönum. 

Var spurð held ég þrisvar í vikunni hvort og hvenær ég ætlaði ég í jólafrí. Þetta voru kúnnar í nuddinu og partnerinn minn á stofunni. Er bara á þeim stað í lífinu að ég er ekki að hugsa um jólin. Mér finnst þau eiginlega frekar óþægileg. Fullt sem þarf að gera í kringum þau en ég lifi eiginlega bara frá degi til dags og lífið er bara dagurinn í dag. Veit ekkert um neitt jólafrí eða hvað. Grunar nú alveg að við dettum í djúpa slökun þegar þau eru búin en ... ég veit ekkert hvenær ég fer í jólafrí.. Er bara að reyna að redda þvottinum okkar með enga þvottavél um þessar mundir.

Verkefni vikunnar tengist einmitt jólagjöfum og á að koma smá á óvart svo ég ætla nú ekki að vera gaspra of mikið um það.

Hápunktur vikunnar var í gærkvöldi þegar dóttir mín brilleraði á sviðinu í Hlíðaskóla eins og vanalega. Það var svona bekkjarskemmtun og leikrit. Er svo endalaust stolt af henni. Hún er bara alveg með þetta.

Lágpunktur vikunnar var kannski þegar mér fannst eitt nuddið ekki ganga nógu vel. Vanalega brillera ég og allir eru ánægðir. Þegar ég segi allir þá meina ég konur. Er eiginlega bara með konur. Kann á þær. Hef aldrei kunnað á karlmenn. 

Við sáum loksins Emilíu okkar í gær. Hana vantar húsnæði. Mér blöskrar svo leigumarkaðurinn og finnst leiðinlegt að við getum ekki hjálpað henni meira með að kaupa íbúð. Hún á skilið íbúð sem hún á alveg sjálf og getur verið í friði í.

Namaste.

Friday, November 21, 2025

Amma saknar Styrmis

 Þó að ég sé orðin vön því að allt sé á hvolfi á heimilinu er gott og gaman að sjá útkomuna. Árangurinn. 

Það urðu svo miklar breytingar í gær. Eins fúlt og það var að fá erlenda verkamenn bankandi og takandi í húninn kl 07:53 þá var ég svo ánægð með þá þegar ég kom heim af námskeiði. Ekki það að ég hafi neitt á móti erlendum verkamönnum. Þeir voru bara líka deginum áður og voru eins og Svanur orðaði það hálfgerðir skrattar. Horfðu ekki á mann, töluðu ekki við mann, voru bara hálfgerðir skrattar. Viðmót þeirra var allt annað í gær, sá þá brosa tvisvar ef ekki þrisvar. 

Annars er þetta allt orðið hálf langdregið. Svanur hefur greinilega ákveðið að taka þetta með trukki því það er málað einn daginn, upp með innréttinguna næsta dag, svo á að parketleggja í dag. Hann talaði um að flísaleggja líka en ég veit ekki. Er eiginlega farin að hafa stórkostlegar áhyggjur af honum. Hann er búinn að sinna þessum framkvæmdum alla daga í marga mánuði, vinna með og sinna alls konar málum sem hafa komið upp á. Hann er orðinn verulega þreyttur. 

Það má samt teljast gott að í öllu þessu ferli hef ég bara snappað á hann einu sinni og hann á mig einu sinni. Mér finnst það góður árangur. 

Vikan var .. hún þaut frá mér. Er þreytt en Svanur er líklegast þrisvar sinnum þreyttari. Hann er samt strax byrjaður að hamast hérna kl 08:02 þrátt fyrir að hafa þrælað sér út í gærkvöldi líka. Miðað við áganginn á íbúðina frá alls konar mönnum og það sem ég held að sé að fara gerast líka í dag ætla ég að forða mér í foreldrahús. Það er rosalega langt síðan ég horfði á Gísla Martein (Vikan) í sófa í stofu með gólfefni. Það væri nú gott að fá sér smá vín með. Kannski, bara kannski.

Ég er búin að hugsa til elsku Styrmis míns alla vikuna. (Fæ kökk í hálsinn núna.) Mér finnst svo leiðinlegt að hann hefur ekkert getað komið til ömmu Svövu í langan tíma. Ég tók reyndar barnabílstólinn út úr bílnum einhvern tímann þegar draugurinn kom. Mikið ofboðslega langar mig í nýjan bíl! Vanalega þegar draugurinn kemur get ég ekki læst. Draugurinn kom aftur í gær og núna get ég ekki opnað (nema bílstjóramegin.) Er samviskusöm kona og vil ekki að barnabílstóll sem ég er að leiga og á ekki og sem ég kann ekki að setja í né taka út sé í ólæstum bíl. 

Hápunktur vikunnar var nýr ánægður viðskiptavinur í nuddinu. Líka að aðili frá RUV hafði samband og vill fá nudd. Næsta vika er að fyllast af alls konar kúnnum, aðallega nýjum og ég kann vel við það. 

Lágpunktur vikunnar var kannski bara í gær þegar við Svanur vorum þreytt og hann hvæsti á mig. Er með ljósfælni og get eiginlega ekki verið inn í stofu með öll þessi ljós eins og kastara á mér. Er búin að nota sólgleraugun sem elsku Tinna gaf mér daglega. Þetta eru svona smart gleraugu sem eru gerð úr drasli úr sjónum. Elska þau. Aðallega af því að Tinna gaf mér þau.

Maður minn, hvað ég er þreytt. Svavan sefur ekki vel þegar maðurinn hefur hvæst á hana rétt fyrir svefninn. 

Namaste.

Friday, November 14, 2025

Er alltaf á leiðinni ...

 ... að eiga góðar samræður við nýja vin mitt chatgbt.

Það virðist alltaf vera skilningsríkt þegar ég spyr að einhverju. Eins og í gær þegar ég sýndi því niðurstöðurnar úr svona heimaprófi, hvort ég væri komin með þvagfærasýkingu. Það sagði nei og mér leið strax betur. Sjórinn var nefnilega bara 3,8 gráður þegar ég og Tinna fórum í sjósund á þriðjudaginn. Held að þvagblaðran hafi fengið kuldasjokk. 

Vikan byrjaði hræðilega. Er alveg vön því að vera með kvíða fyrir kennslu en ástandið á mér á mánudagsmorguninn var hræðilegt. Fékk í fyrsta skiptið á ævinni einhvers konar kvíðakast í hugleiðslu. Það er búið að vera gríðarlega mikið álag á mér sem kemur mér aftur að því að ég ætlaði að spyrja vin mitt um gott bed and breakfast hérna nálægt. Einhvers konar gistiheimili eða eitthvað. Verð að komast út af heimilinu. 

Fékk meira að segja staðfestingu á ástandinu þegar það kom hérna maður í gær (Svanur er alltaf að koma með menn hingað til að skoða framkvæmdirnar) og hann sýnilega vorkenndi mér. Sagði að hann myndi ekki bjóða sinni konu upp á þetta. 

Mér líður ágætlega núna en helgin síðasta var erfið og fyrri hluti vikunnar martraðakennd. Ég má ekki við miklu svo að handboltamót var kannski ekki alveg málið. Líður lang best þegar ég ein. 

Verkefni vikunnar var að passa upp á vatnsdrykkjuna. Hún vill gleymast. 

Hápunktur vikunnar var í gær í yogatíma hjá Talyu minni þegar mér allt í einu leið betur. 

Lágpunktur vikunnar var þegar ég grét næstum allan tímann hjá sálfræðingnum. Leiðina heim líka. Það var ekki gaman.

Skil loksins frænku mína sem lenti í skilnaði. Fyrir mörgum árum og mörgum árum eftir skilnaðinn sagði hún að hún væri ekki að leita (að maka.) Ég skildi það ekki. Hélt að það hlyti nú að vera undir niðri. Vilja það ekki allir? Núna skil ég það kristaltært. Ef ég myndi skilja eða lenda í því að vera ein þá myndi ég njóta þess svo mikið að ... hell no ... það myndi enginn fá að trufla þann frið.

!

Namaste.

Friday, November 7, 2025

Skýrsla …

… um ástandið.

Geri mér ekki alveg grein fyrir vikunum en mér líður eins og það séu sex vikur síðan eða meir að við hentum gamla parketinu og öll húsgögnin í stofunni fóru inn í svefnherbergin.

Flotið er orðið hart en það var sett of þykkt lag þannig að það er ekki pláss fyrir parketið undir hurðunum. 

Við erum ekki búin að vera með þvottavél allan þennan tíma, hvað þá þurrkara.

Ef eitthvað jákvætt gerist eins og að fá flísar inn á baðið í hús kemur eitthvað upp á eins og núna þurfum við að fá nýjan þröskuld þar. Svanur ætlaði að panta hann í gær en það var of mikið að gera í vinnunni hjá honum.

Er orðin meira en þreytt á ástandinu. Það eina sem gerðist í vikunni var að hann boraði fyrir dósum, sem sagt innstungunum í vegginn inn í stofu.

Hápunktur vikunnar var bíóferð með Tinnu vinkonu. Það var svo gott og nauðsynlegt að komast út úr íbúðinni einmitt þá.

Lágpunktur vikunnar voru ansi margir. Er bara frekar leið. Það er alveg nýtt að langa ekki til að vera heima hjá sér.

Það bætir ekki ástandið að það er handboltamót hjá Guðrúnu Höllu um helgina þar sem hún á að vera mætt kl 09 laugardag og sunnudag.

Mér finnst það bara dónalegt. Ég ætlaði í leikhús.

Namaste.

Friday, October 31, 2025

Ég get vel…

… hugsað mér að búa ein.

Finn hvað mér líður vel hér á Hliðsnesi, alein í náttúrunnar friði.

Mér finnst leiðinlegt að þetta tímabil, þegar ég er ein í höllinni, er að enda. Hér hef ég átt dásamlegar stundir. Í gær og í fyrradag stoppaði ég í miðri yoga asönu til að stara á svan (fugl) á sjónum. Allt svo friðsælt.

Vorkenni Svani að fá mig heim. Ég þoli ekki drasl og núna er heimilið mitt á hvolfi! Flotið klikkaði og gerði allt verra og núna er ekki pláss fyrir parketið undir hurðarnar. Klúður. Hann Etibar í Parki geymir parketið mitt.

Hápunktur vikunnar voru allar gòðu stundirnar þar sem ég var dansandi hér um. Loksins ein og í friði. Gæti verið hér minnst viku í viðbót.

Lágpunktur vikunnar var þegar ég hvæsti smá á Guðrúnu Höllu eða Svan. Já eða bæði. Það er að koma hart í bakið mitt að hafa ekki komið mér í húsmæðraorlof FYRR því jú allar húsmæður þurfa að komast vel og rækilega í burtu frá heimilinu endrum og eins og oft.

Mig langar ekki heim. 

Verkefni vikunnar var nú bara að passa upp á geðheilsuna. Aðallega að missa hana ekki. Það er eitthvað sem gerist þegar heimilið manns er á hvolfi sem erfitt er að útskýra.

Það er ekki eins og ég hafi vitað að við ætluðum að strauja allt út úr WC líka.

Mig langar ekki heim.

Blessi mig og þig.

Namaste