Er á sveitahóteli og það er erfitt að blogga í símanum. Later☺️
Namaste
Er á sveitahóteli og það er erfitt að blogga í símanum. Later☺️
Namaste
finn að æ fleiri mínútur fara í samanburð.
Æskuvinkonurnar, fjölskyldan, foreldrarnir í vinahópnum hjá Guðrúnu Höllu... öll komin með betra heimili. Ef ekki einbýlishús, þá raðhús eða lítið fjölbýli. Við ennþá í blokkaríbúð með samliggjandi herbergjum fyrir krakkana.
Smá skondið að þetta er samanburðurinn sem ég er í. Þessi hluti lífsins. Því ekki er ég í samanburði með fatastíl! Nei, nei. Þar er mér slétt sama. Var eins og einhver niðursetningur í gær í bænum þegar ég var að sjálfboðaliðast með 88 ára gömlum félaga mínum. Síminn sagði rigning svo ég fór í regnkápuna. Auðvitað fór ekki að rigna en mér líður svo lúðalega í þessum regnjakka einmitt í svona aðstæðum. Bara sól, engin rigning. Er bara í fötum sem eru þægileg núna og gleymdu því að það sé einhver stíll á þeim. Nei, bara föt.
Finnst þetta smá miður en ekki eins miður og mér finnst þetta með íbúðina. Aðallega vegna þess að hér er margt að grotna og falla í sundur. Parketið, skápurinn undir vaskinum inn á baði.. skóskápurinn.. Aðallega parketið. Held okkur langi bara að fara. Flytja. Það er kominn tími á það. Við Guðrún Halla töluðum saman í gær um að víkka leitina. Þetta þarf ekkert endilega að vera í Hlíðunum.
Verkefni vikunnar var að kaupa airtags fyrir ferðina. Okkur brá þegar við sáum verðmiðann samt. Eitt airtag á tæpar 6.000 kr og fjögur á tæpar 20.000 kr. Hættum við bara..
Hápunktur vikunnar var á mánudaginn þegar ég átti mjög góðan dag í nuddinu.
Lágpunktur vikunnar var á þriðjudaginn þegar ég var svo þreytt og kvíðin að það jafnaði sig ekki. Þjófavarnakerfið á bíl hafði farið af stað um nóttina á bílaplaninu fyrir utan og ég hrökk svo upp við lætin að taugakerfið mitt fór á hættustig. Það var ekki gaman. Mætti því með engar skeiðar í fjölskylduboð. Á meðan það var best í heimi að hitta fólkið mitt var það verst í heimi að líða svona illa á meðan.
Namaste.
... þegar allt er eins og það á að vera en á sama tíma ekki.
Við Guðrún Halla áttum indæla viku. Bara einn dagur sem henni leiddist. Það er nú eitthvað. Tókum góða ákvörðun um að fara út á land í hjólhýsið þegar veðrið var sem best og gistum eina nótt í Hraunborgum. Þetta var svo gott. Þegar maður er út á landi skilur maður ekki hvað maður er að gera yfir höfuð í borginni.
Þetta var svona vika sem ég var ekki í stuði fyrir verkefni en keypti mér nú samt hjólabuxur í gær til að vera í á Ítalíu. Undir kjólunum skiljiði. You win some, you loose some. Fékk hjólabuxurnar á mjög góðu verði en svo tapaði ég smá pening þegar ég lagði niðrí bæ þegar ég var að sjálfboðaliðast. Parka skráði mig allt í einu út og þá skráði ég mig aftur inn í símanum og gleymdi svo að skrá mig út. Það er ekki hægt að muna allt!
Hitti Jóa, minn gamla vin á vappinu í bænum sem var gaman. Græddi eitt gott faðmlag. Við göngufélagi minn röltum meðal annars Leifsgötuna sem er svo merkileg gata eitthvað. Staldraði við nr 14 þar sem langamma mín átti heima.
Ef ég gæti unnið við að sjálfboðaliðast á þennan máta og fengið borgað fyrir það væri lífið mitt reddað. Það er farið að liggja þungt á mér hvernig íbúðin er hætt að henta okkur. Krakkarnir stækka og það er orðið hálf vandræðalegt að hafa þau í þessum litlu herbergjum sem liggja saman. Er komin með á heilann að annað hvort búa til hurð inn til Guðrúnar Höllu eða færa eldhúsið yfir. Það myndi samt ekki leysa þennan vandræðagang með herbergin. Skoðaði fasteignavefinn um daginn og var ekkert sérstaklega ánægð með úrvalið. Það setur auðvitað strik í reikninginn að vilja vera í Hlíðunum, allavega þangað til hún klárar skólann.
Hápunktur vikunnar var klárlega á þriðjudaginn þegar við stelpan mín fórum til Hveragerðis í veðurblíðunni og svo til Selfossar og svo í Hraunborgir. Það var dásamlegur dagur.
Lágpunktur vikunnar var í gær þegar ég var að eiga mjög góðan dag en þurfti að leggja mig í hádeginu og sá þá að ég var komin með 38 stiga hita. Aftur.
Ég er svo staðráðin í að veikjast ekki að núna held ég hugsunum mínum hreinum og góðum og fókusa einungis á heilsu og gleði.
Yahoo!
Namaste.
... vandamál. En þegar heilsan fer þá hefur þú bara eitt vandamál.
Ekki halda að ég samdi ofangreint. Nei nei. Þetta var eitthvað sem ég sá á tiktok en er samt svo satt. Er á brún þess að fara panika en veit samt að ef ég væri ein út á landi til dæmis í smá tíma í algerri hvíld þá myndi vandamálið að öllum líkindum hverfa. Er sem sagt búin að vera með óútskýrðan hita í að verða þriðju viku. Var með 38,3 á þriðjudaginn en 37,6 í gær. Slöpp er orð sem á vel við. Kann ekki að gera ekki neitt svo á hverjum degi geri ég eitthvað. Fer eitthvað út. Get ekki verið heima bara. Svanur er smá miður sín út af þessu en er samt ekki að skilja að ég þarf hvíld.
Allavegana, fór nú samt í þessu ástandi í vikunni og gerði alls konar. Virðist ekki hafa smitað neinn hingað til svo það er gott. Fór til dæmis í leikhús sem er magnað framtak hjá Afturámóti hópnum. Keypti fernu, sem sagt tvo miða á fjórar sýningar. Þetta er líka algerlega minn tebolli, að skreppa út á stutta sýningu. Hún var bara 50 mínútur sýningin sem þýðir að ég var komin heim kl 21:30 (við Anna Lára vorum að spjalla saman út í bíl.)
Merkur áfangi gerðist í gær þegar við Svanur náðum að greiða niður eitt stykki húsnæðislán. Tilfinningin var svo góð að ég held að ég geri þetta í hvert skipti sem ég fæ smá summu núna. Þetta getur bara ekki verið slæm hugmynd. Alltaf gott að greiða niður lán. Hvað gerist annars? Erfa börnin skuldirnar?
Annars kom eitt þeirra í mat í gær. Elsku kæra Emilía Sól. Það var gott að fá hana til okkar. Gott að hanga aðeins með henni. Gerði falskan héra sem féll vel í kramið hjá öllum. Emilía var að koma heim úr tveggja vikna Spánarferð með vinkonum. Hún fékk sér tattú í ferðinni sem hún tileinkaði okkur Svani. Við sjáum mynd:
Frekar sætt, ekki satt?
Verkefni vikunnar var að byrja spá í fyrirhugaðri Ítalíuferð. Aðeins að spá í hvað er mikilvægast að taka með. Það er ótrúlegt hvað mér finnst erfitt að pakka. Tek iðullega eitthvað með sem ég nota svo ekki. Um helmingurinn af ferðatöskunni minni er alltaf þannig. Er að spá í að fara með lítið og þar sem ég versla mér aldrei föt er ég að spá í að versla fötin sem ég verð í á Ítalíu í Danmörku. Þangað sem við förum fyrst.
Hápunktur vikunnar var klárlega leiksýningin á miðvikudagskvöld þar sem Katla Njáls sigraði hjartað mitt með frammistöðu sinni. Ég stóð upp í lok leiksigursins eins og allir aðrir og klappaði og klappaði og kallaði "bravo!" minnst tvisvar í örvinglan. Mér skilst að maður eigi ekki einu að gera það en ... ég var bara mjög impressed. Ok?! Það skemmdi ekki fyrir þessu kvöldi að flottasta konan landsins afgreiddi mig í sjoppunni fyrir sýninguna.
Lágpunktur vikunnar var klárlega í gær þegar ég var lasin en fór samt að hitta gönguvininn minn niðrí bæ. Er sem sagt orðin gönguvinur hjá Rauða krossinum sem sjálfboðaliði. Ég var það slöpp að ég vissi ekki alveg hvort ég myndi meika þetta. Leið ekki vel með að fara hitta 88 ára gamla konu í þessu ástandi. Var reyndar bara með held ég 37,4 á þessum tímapunkti. Við vorum úti allan tímann svo ég var að öllum líkindum ekki að fara smita hana og ég held að maður geti hvort sem er ekki smitað neinn af einhvers konar manns eigin veirusýkingu. Hef ekki gert það hingað til. Við vonum það besta.
Namaste.
Skrýtin, óhefðbundin vika að baki.
Allan tímann á meðan Guðrún Halla var í Vindáshlíð var ég veik og með hita. Alveg nýtt fyrir mér en þannig skreið ég inn í vikuna. Með hita og næstum óráði. Gerði allt sem var á dagskránni og mætti þangað sem ég átti að mæta en vá, hvað ég er fegin að þetta er búið.
Sótti baby á Holtaveginn og mikið var hún glöð og ánægð með vistina í Vindáshlíð. Núna er henni farið að leiðast aftur svo ... mamman heldur sig nærri henni. Það er svo erfitt að sjá barnið sitt leiðast.
Ég er bæði komin í Virk og orðinn sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Er komin með fínan ráðgjafa og fína hjálp í Virk. Planið er að mjaka mér aftur út á vinnumarkaðinn í haust. Ég skráði mig sem gönguvin hjá Rauða krossinum og byrjaði þar í gær.
Gærdagurinn var ágætur. Stefán Máni fékk bílprófið sitt sem er stórmál og við fórum öll í Hliðsnesið að fagna. Svo fórum við Guðrún Halla í sund sem var mjög gott. Óvenju góð sundferð og spontant hvernig við lögðum af stað. Miðað við hversu grumpy ég var þegar ég vaknaði (eða "rotten" eins og Stefán orðaði það) breyttist dagurinn í sumarsælu þökk sé börnunum.
Verkefni vikunnar var að finna annað hnífasett. Steikarhnífarnir hafa verið að detta í sundur undanfarið. Kominn tími á nýja. Fór fýluferð í Byko og Húsasmiðjuna sem var svekkjandi. Ætla að reyna við Byggt og búið næst. Kokka var of dýr og var heldur ekki með svona sett eins og mig vantar. Ekki fer ég í Ikea ótilneydd en ég frétti að þar eru þessi blessuðu sett sem ég er að leita að.
Hápunktur vikunnar var gærdagurinn um og eftir kl. 11. Hádegismatur með foreldrum mínum úti í Hliðsnesi, Stefán að ná þessum merka áfanga. Gaf af mér til samfélagsins og þessi sundferð með Guðrúnu Höllu kom mér í svo gott skap að ég hló smá. Náðum líka að horfa á tvo House þætti:)
Lágpunktur vikunnar var í byrjun vikunnar þegar ég var ennþá að berjast við kommurnar. Ætli mánudagurinn hafi ekki verið verstur þegar ég var ennþá með 37,7 en svo var hitinn að fara niður. Kann ekki fyrir mitt litla líf að vera bara heima þegar svona ber undir. Það myndi vera dauði og djöfull.
Namaste vinir,
ykkar Svava.
Vaknaði þannig í morgun.
Ekki það að ég hafi sofið. Í gær, rétt áður en ég var að fara leggja af stað í yoga, setti ég hendina á ennið og fann að ég var að fá hita. í annað skipti í vikunni. Nýji hitamælirinn sagði 37,7. Fór nú samt í yoga en fann að vinstra eyrað átti mjög bágt. Endaði með skrýtnasta savasana (líkstaðan) sem ég hef upplifað hingað til. Suðið í eyranu tók yfir. Eins gott að ég á tíma hjá HNE lækni á eftir. Tilvalið þar sem ég er líklegast með eyrnabólgu. Hef aldrei kunnað að vera með hita og veik. Mæti bara samt allt (smá eins og asni) og er svo bara næstum out. Þoli hitakommur mjög illa. Þetta byrjaði á mánudaginn og er búið að vera on og off alla vikuna.
Ég náði að kenna, sem var mjög gott, sannarlega hápunktur vikunnar. Núna er Guðrún Halla farin í Vindáshlíð í 5 nætur. Það er nú frekar tómlegt heima. En tilvalið þar sem ég er slöpp og Svanur er að vinna mjög mikið.
Verkefni vikunnar var ekkert að þessu sinni. Þetta var þannig vika. Var að vinna of mikið og er nú bara í basli með heimilisstörfin í þessum slappleika.
Hápunktur vikunnar var klárlega Mímir á þriðjudaginn þar sem ég kenndi starfsfólki í leikskólum um líkamsstöðu. Hópurinn var frábær, unnu vel í hópavinnunni og ég átti mjög real samtal við einn nemandanna. Bravissimo.
Lágpunktur vikunnar er klárlega núna þar sem ég, eftir lítinn svefn, er að reyna að tjasla mér saman fyrir daginn. Framundan er læknatími og út að borða með Önnu Láru í kvöld.
Það truflar mig mikið að það er orðin fastur liður að fá mér rauðvín um helgar. Edrú Svava væri gapandi hissa.
Namaste vinir. May the force be with you.
... 46 ára góð kona unnið?
Hún óskar þess mest að vera neurotypical manneskja. Getur ekki verið í boxi í 8 tíma, hvað þá 08-16. Hana vantar verkefni eða hlutastarf með engu álagi what so ever. Hmmm..
Var nú samt voðalega fegin að vera ekki í vinnu í vikunni þegar Guðrún Halla veiktist. Það gerðist klukkan einmitt 08 um morgun. Seinna um daginn rauk hún upp í hita og náði hæst 39,8 stiga hita. Þá var gott að geta verið heima með henni og séð til þess að hún fengi allt sem hún þurfti.
Annars var vikan góð. Hitti Önnu mína í gær. Það er nú alltaf gott að tala við hana. Gaman að fara í bæjarferð á Te og kaffi. Var að nudda líka og elska hvernig ég get bara haft það rólegt í þeim bransa. Voða þægilegt líf í rauninni.
Er líka að undibúa kennslu sem er á þriðjudaginn. Þá er ég að fara kenna starfsfólki leikskóla líkamsbeitingu. Var að kíkja á listann yfir nemendur í gær og já, ok. Þau eru alveg 21 stykki! Ætla að klára að undirbúa það í dag.
Verkefni vikunnar var að redda auka lyklum fyrir nuddstofuna. Partnerinn minn á það til að læsa sig úti og þá hef ég stokkið til og hleypt henni inn. Núna er ég nojuð að þetta gerist á óþægilegum tíma. Þegar ég er ekki í bænum eða hreinlega vant við látin.
Hápunktur vikunnar var allur gærdagurinn. Mér fór allt í einu að líða svo vel. Fann ljósið mitt. Það var óvænt og dásamlegt. Yogatíminn hjá Talyu var góður endir á deginum.
Lágpunktur vikunnar var þegar Guðrún Halla veiktist á miðvikudagsmorguninn. Mér leist bara ekkert á hana á tímabili.
Namaste.