Wednesday, August 13, 2014

Dagur 30 - slútt

Jæja, núna fer ég að vinna á morgun...

Skrýtið að besta veðrið sé núna síðustu dagana í fríinu. Liggur við að manni langar til að vera lengur. Pha!

Allavegana. Dagur 30, sem sagt í gær ef ég hef talið rétt, var æðislegur. Ásdís og Hrafntinna komu í garðpartý með krökkunum og svo fór ég til ma+pa út á Álftanes þar sem var kaffiboð í tilefni af afmæli mömmu. Þetta er nú bara uppáhalds konan mín svo að sjálfsögðu kíktum við yfir og hittum stórfjölskyldumeðlimi.

Fór svo og hitti vinkonur sem ég hitti alltof sjaldan; Tinnu, Ingu, Völu, Fribbu og Siggú. Það var æðislegt að hitta þær og ég skemmti mér alveg konunglega. Hentugt að Vala sé í sömu götu og ég en við hittumst heima hjá henni. Alltaf svo gott að hlægja:) 

Allavegana, fer að vinna á morgun svo að þessu count-upi er lokið. Ja hérna hér. Vinnan, here I come....

1 comment:

Tinnsi said...

Gaman að hitta þig líka dúllan mín.