Wednesday, September 23, 2015

22/9 2015

Silfurbuxurnar.

Í um 20 ár er ég búin að vera með silfurbuxurnar mínar í fataskápnum. Rosa flottar. Ég hef líklegast verið alger gella í þeim.

Þar sem ég nú alltaf með tiltektaræði og er nú ekki að yngjast ákvað ég að fara í þær í hádeginu í dag. Ég meina annað hvort notar maður föt eða ekki, right?

En svo bara pössuðu þær ekkert svo vel. Það er alltaf maginn sem hangir yfir buxnastrengnum:/ svo voru þær dáldið skítugar bara og svona, eru náttúrulega orðnar yfir 20 ára gamlar svo ég ákvað núna að gefa þær til Rauða krossins.

Já, það er dáldil eftirsjá í þeim. Þær eru djöfulli flottar EN.. svona er þetta bara. Maður getur ekki endalaust hangið í fortíðinni....

Æ, shit. Á ég kannski að hafa þær til minningar?

1 comment:

Tinnsi said...

Líkar þetta. Elska að gefa gömul föt í rauða krossinn. Ég fer yfirleitt ekki aftur í föt ef ég af einhverjum ástæðum hætti að nota þau. Geymi þau náttúrulega í svona 2-10 ár þangað til ég fer með þau. Bara vegna þess að það er svo rökrétt.