Tuesday, January 12, 2016

Bali

Núna er ég farin að telja niður í Bali ferðina.

Er búin að vera í einhvers konar tilvistarkreppu á þessum fyrstu dögum á nýju ári. Heilsan er ekki búin að vera góð því miður og konan stendur á krossgötum. Hvað skal gera? Whats my passion? Og hvernig á ég að fara að því að vinna við það??

Ó, þú tilvistarangist.

Þegar manni líður svona er svo gott að eiga svona ferð í pokahorninu. Ég er að fara til Bali! Einmitt til að pæla í þessum hlutum. Oh, hvað ég er farin að telja niður!

P.s. bólusetja eða ekki bólusetja? Kíróinn minn er á þeirri skoðun að ég eigi ekki að gera það. Er ringluð.


No comments: