Friday, January 29, 2016

Útkoman

Jæja,

græjaði myndir í myndarammann og fékk bæði litaðar og svart/hvítar myndir. Svona er útkoman þegar myndirnar eru svart/hvítar:)


Er þó nokkuð ánægð með þetta þar sem þessi veggur hefur svart/hvítt þema. Get svo poppað þetta upp seinna með að skipta yfir í lituðu myndirnar sem eru nú bara á bakvið hinar í römmunum sko;)

Mig langar í svona stóra plöntu sem er á gólfinu en mér gafst nú ekki tími í vikunni til að græja það svo að ég lét mér nægja að fara í blómabúðina í Austurveri og kaupa ástareld. Náði að poppa stofuna aðeins upp með þessu..

Svo gerði ég nú smá klúður er ég hrædd um. Fékk svona errr.. veggskreytingar í jólagjöf frá bróður mínum og konunni hans sem var að gefa okkur jólagjöf í fyrsta skiptið (hún hefur líklegast valið þetta.) Setti þetta upp eftir bestu getu á þennan vegg á milli hurðanna

... en þetta nýtur sín best hjá ljósi og varpar þá svona fallegum skuggum á vegginn. Kunnum ekki við að setja þetta beint fyrir ofan ljósin inn í stofu, fannst það ekki passa svo að þetta er bara svona þarna og engin ljós.. Oh well..

Allavegana, það er alltaf það góða við að halda svona afmæli að þá tekur maður aðeins til hjá sér og núna gerði ég nú alveg eitthvað fyrir stofuna.

Bara þónokkuð ánægð með mig og árangurinn:)

No comments: