Ég veit það. Hef fundið fyrir þessu í lengri tíma núna. Þetta er búið.
Ég er orðin að kellingu.
Get þess vegna tekið djammfötin út úr fataskápnum og gefið þau til Rauða krossins. Það eru líklegast yngri rokkgyðjur sem geta tekið við keflinu. Korselettan og rokkpilsin, þessi sem ég fór alltaf í á rokktónleika, eiga eiginlega skilið að fá að lifa með einhverri hressari píu. Þessi pía (ég) hef ekki farið út með stelpunum á rokktónleika í mörg herrans ár og þó nokkur ár liðin síðan ég var grúppía hjá Brain Police. Svo er ég heldur ekki þessi hressa týpa.
Þetta skip er siglt. Mín innri rokkgyðja er í dauðadái og djammarinn í mér dauður.
Kona er orðin að kellingu.
Finn það bara. Drukkið fólk fer í taugarnar á mér. Hef engan áhuga á að vera í kringum það. Myndi borga fyrir að fá frekar að vera heima. Ég er líka orðin þessi týpa sem myndi tala í umvöndunartón við mér yngri píur eða gæja.
Er hætt að lita á mér hárið og hef aldrei notað minna make-up. Þetta er einfaldlega búið. Ég er komin yfir á næsta stig. Mér líður auðvitað langbest á þessu stigi núna svo að þetta er ekki vond þróun og ekki svo mikill harmleikur. Þetta eru bara svona ákveðin kaflaskipti í lífinu. Get ekki haldið mér vakandi lengur en til miðnættis, tops. Er farin að vakna fáránlega snemma á morgnana um helgar. Það er bara skrýtið. Og mér finnst það æði sem er kannski skrýtnara. Þetta eru góðu friðsælu stundirnar sem ég á ein og er þá að lesa eða vinna í tölvunni. Mmmmmm...
Tími samt ekki að gefa rokkfötin. Þetta eru mín rokkföt.
Rock out.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Skemmtilegur pistill Svava. Er alveg samferða þér í þessu.
Post a Comment