Sunday, July 14, 2019

Kvíðlaus friður.


Loksins, loksins hitti ég Tinnu mína.

Það er sagt að maður eigi að vera í kringum fólk sem skilur mann eftir með góða tilfinningu. Það er í sannleika sagt ekki það algengt að hitta fólk sem skilur mann eftir með þessa yndislegu heilandi tilfinningu. Tinna er ein af þessu fólki. 

Fullkomlega laus við tilgerð og samfélagsmiðla. Hún er ekki á Facebook. Hvað þá Instagram. No make up, no filter. Ekkert feik. 

Elska. Svona. Fólk. 

Miðað við alla sem ég umgengst þá er það svo mikill ferskur andblær að vera í kringum mannveru sem tekur ekki upp símann til að taka mynd af sér eða öðrum eða aðstæðum. Þvílíkur friður. Kvíðlaus friður. Enginn að spá í story eða lookinu. 

Það er náttúrulega engin mynd af þessari bæjarferð af því að við nutum þess að skilja bara (helv..) símann eftir í vasanum. 

Tinna mín, ég elska að vera í kringum þig. Takk fyrir þig. 

Takk fyrir mig.


1 comment:

Tinnsi said...

Takk fyrir þessi fallegu orð Svava mín. Þetta var ekkert smá indælt hjá okkur. Takk sömuleiðis